« Ný myndasíða! | Aðalsíða | Hlutir, sem ég hef lært yfir helgina »

Sælar stúlkur, þið lítið vel út í dag

24. nóvember, 2005

Þulurinn í íslenska “Bachelor-num” talar yfir lautarferð tveggja þáttakenda í San Fransisco. Útúr honum kemur eftirfarandi SNILLD:

Súr eða sæt orð fyrst og fremst ætluð eyrum tveggja blandast Nizza súkkulaðinu, sem læddist með að heiman.

BESTA . LÍNA . Í . ÍSLENSKU . SJÓNVARPI . EVER !


— BATCHELOR SPOILER —

Ég hef ekki horft á síðustu þrjá þætti af Bachelornum, en í kvöld var ég að gera vaktaplan á Serrano fyrir jólin, sem er gríðarlega mikið púsluspil og því hafði ég þáttinn á í bakgrunninum. Það var vel þessi virði enda var rósa athöfnin án efa einn neyðarlegasti sjónvarspviðburður á Íslandi fyrr og síðar.

Fyrir þá, sem sáu þáttinn ekki og ætla ekki að horfa á hann, þá voru þrjár stelpur eftir. Þegar að gaurinn velur fyrstu stelpuna af tveim til að gefa rós, þá hafnar hún honum (þetta var að mínu mati langframbærilegasta stelpan í þættinum - og alltof sæt fyrir þennan gaur). Þá voru eftir tvær stelpur, en augljóst að hann hafði bara ætlað að hafa aðra þeirra áfram. Eftir að fyrsta stelpan hafnar honum, kallar hann á þá næstu og hún þiggur rósina. Svo þarf hann að kalla á þá þriðju, sem er ein eftir og eflaust sú, sem hann ætlaði ekki að velja í upphafi.

Þegar hann býður henni svo rósina, þá vill hún ekki taka við henni vegna þess að hún heldur að rósin hafi verið ætluð fyrstu stelpunni. Þá tekur við vandræðalegasta móment í sögu sjónvarps. Bachelorinn áttar sig á að það gæti endað svo að tvær stelpur myndu hafna honum í þættinum og hann myndi sitja eftir með síðustu stelpuna. Þetta var stórkostlegt sjónvarpsefni. Hann varð greinilega fúll þegar hún hafnaði honum, en að lokum ákvað hún að þiggja rósina með semingi og án þess að kyssa hann takk.

Það er varla hægt að lýsa þessu almennilega. Hvet fólk til að skoða atriðið þegar að þátturinn kemur á netið. Það er vel þess virði. :-)

Ég er orðinn verulega spenntur fyrir lokaþættinum, sem hlýtur að verða stórkostleg skemmtun. En allavegana, ég ætla að drífa mig útí búð og kaupa mér Nizza.

Einar Örn uppfærði kl. 20:51 | 350 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (9)


Hvernig er það, í stíl við annað álíka, er komið út “Bacholer-spilið” fyrir jólin??

Sá einmitt “Donald Trump spilið” í dag. Fannst það fyndið. Er eiginlega mjög forvitinn að vita hvernig það er spilað, ef út í það er farið.

En hvað ætli þeir hefðu gert ef að hún hefði bara sagt NEI og staðið við það? Var einhver skuggalega skörp klipping í myndinni? Var þetta kannski fixað eftir á? :-)

Ekki það að mér leiðast svona raunveruleikaþættir. Það er miklu skemmtilegra að lesa blogg :P

Ágúst sendi inn - 24.11.05 22:49 - (Ummæli #1)

Nei, við þurfum því miður að bíða eitthvað eftir Bachelor spilinu. Hef allavegana ekki séð það ennþá. :-)

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér varðandi klippinguna, því hún var svo ákveðin í að taka ekki rósina. Ég held að þeir hljóti að hafa klippt út einhver orðaskipti á milli kynnirsins og stelpunnar. Þetta hefði algjörlega rústað lokaþættinum og gaurinn hefði kannski endað með gellu, sem hann hefði engan áhuga á.

Ó, spennó!

Einar Örn sendi inn - 24.11.05 23:03 - (Ummæli #2)

Hvílík snilld, ég roðnaði næstum því við að lesa þetta. Takk fyrir lýsinguna, ég er svo “óheppin” að búa úti og hef því alveg misst af þessum piparsveini! Æ, en leiðinlegt :-)

Sigga Sif sendi inn - 25.11.05 07:46 - (Ummæli #3)

Ég á mjög bágt með að sjá fólk gera sig að fífli, ég stóð upp og labbaði fram. En kom alltaf inn aftur til að atuga hvað gerðist næst…

Una sendi inn - 25.11.05 13:10 - (Ummæli #4)

Hvernig er það, eiga þessir þættir að enda með bónorði eins og ameríska fyrirmyndin? .. eða segir hann kanski “viltu byrja með mér?”
Ég get eiginlega ekki hugsað um hvernig þetta endar, þetta er svo fáránlegt…

Heiða Björk sendi inn - 25.11.05 13:14 - (Ummæli #5)

Jú, var það ekki planið upphaflega að þetta endaði með bónorði. En það er bara ekki fræðilegur möguleiki á að það gerist.

Einar Örn sendi inn - 25.11.05 17:20 - (Ummæli #6)

Ég hélt einmitt Einar, að þú værir svona típa til að sjá að þetta hlýtur bara að vera fyrirfram skrifað…

Hjördís sendi inn - 25.11.05 23:24 - (Ummæli #7)

hefur ekkert með þetta að gera en ……… DJÖFULSINS SNILLDD…….. Ipod er bara brilliant….. veit að ég er soldið eftirá en fokking ei var að fá iPod í ammælisgjöf og fokkng kræst hvað þetta er mikil snilld…….. þarf að downlolada helvitis drasli dauðans næstu daga

bestu kv. Genni

Genn sendi inn - 26.11.05 07:37 - (Ummæli #8)

Loksins er þetta verða skemmtilegt :-)

Svana sendi inn - 26.11.05 14:15 - (Ummæli #9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2003

Leit:

Síðustu ummæli

  • Svana: Loksins er þetta verða skemmtilegt :-) ...[Skoða]
  • Genn: hefur ekkert með þetta að gera en ......... DJÖFUL ...[Skoða]
  • Hjördís: Ég hélt einmitt Einar, að þú værir svona típa til ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jú, var það ekki planið upphaflega að þetta endaði ...[Skoða]
  • Heiða Björk: Hvernig er það, eiga þessir þættir að enda með bón ...[Skoða]
  • Una: Ég á mjög bágt með að sjá fólk gera sig að fífli, ...[Skoða]
  • Sigga Sif: Hvílík snilld, ég roðnaði næstum því við að lesa þ ...[Skoða]
  • Einar Örn: Nei, við þurfum því miður að bíða eitthvað eftir B ...[Skoða]
  • Ágúst: Hvernig er það, í stíl við annað álíka, er komið ú ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.