« Ég er þreyttur | Aðalsíða | Myndir frá Hondúras »

Punktar á föstudagskvöldi

2. desember, 2005

Þar sem ég þarf að vinna klukkan 8 á morgun, þá sit ég einn heima á föstudagskvöldi og geri ekki neitt.

Horfði á Bachelorinn og fokking sjitt hvað þetta var leiðinlegur þáttur. Þáttastjórnendur slógu í gegn með öðru product placement-i, síðast var það Nizza en núna drykkir frá Ölgerðinni - bæði Pepsi og Rosemount. Pródúserarnir þurfa aðeins að slaka á þessu og gera þetta aðeins minna áberandi. Því miður tókst þeim ekki að skrifa Pepsi inní söguþráðinn einsog þeir gerðu svo snilldarlega með Nizza síðast.


Síðasta föstudag var ég alltof drukkinn á Vegamótum. Þegar ég vaknaði daginn eftir mundi ég þrjá hluti: 1. Ég var á Vegamótum að tala við sæta stelpu. 2. Ég var í jakkafötum. 3. Ég var að tala um vinnuna mína! Ég fékk hroll þegar ég hugsaði um þetta, enda fátt plebbalegra en að vera á jakkafötum á skemmtistað, talandi um vinnuna sína. Eina leiðin til að toppa þetta hefði verið sú að ég hefði unnið í banka og hefði verið með nafnspjaldið mitt með mér. Stelpan sagði mér daginn eftir að henni hefði fundist þetta í lagi og að sennilega hafi það ekki verið ég, sem fann uppá umræðuefninu. Það var þó allavegana ágætt. En þetta geri ég aldrei aftur.


Ég elska No Rain með Blind Melon. Ég veit að það er fáránlega þunglyndislegt, en samt get ég hlustað á það nánast sama í hvernig ástandi ég er. Efast um að ég hafi hlustað á mörg lög jafnoft.

I just want someone to say to me oh,oh, oh, oh
I’ll always be there when you wake


Mest spiluðu lögin í iTunes hjá mér í dag:

  1. One of us must know (sooner or later) - Dylan
  2. True Love Waits - Radiohead
  3. Señorita - Justin Timberlake
  4. I Want You - Dylan
  5. Last Goodbye - Buckley
  6. Empty Cans - Thee Streets
  7. Reptilia - The Strokes
  8. Cold Water - Damien Rice
  9. Dry your eyes - The Streets
  10. Hoppípolla - Sigur Rós.
  11. The Golden Age - Beck
  12. Sad eyed lady of the lowlands - Dylan
  13. Stuck inside of Mobile with the Memphis blues - Dylan
  14. Simple Twist of Fate - Dylan
  15. Hurt - J.Cash

Af þessum lögum eru tvö lög, sem ég hlusta áður en ég fer á djammið og þegar ég held partý (Señorita, Reptilia). “One of us must know” og “I want you” eru sæmilega hress. Restin eru lög, sem ég hlusta á á kvöldin hérna heima. Allt frekar sorgleg lög. Veit ekki af hverju þetta æxlast svona.


Eggert Skúlason og Hildur Helga eru ekki skemmtilegir gestir til að tala um pólitík í sjónvarpi. Ég hreinlega get ekki orðað þetta á kurteisari hátt en svo.

Annars er ég algerlega búinn að tapa áhuganum á Íslandi í Dag eftir breytingarnar. Sem er alger synd, því ég horfði á þennan þátt (eða hlustaði á hann allavegana) á hverjum einasta degi fyrir breytingar.


Ég þoli ekki Staksteina Moggans.

Einar Örn uppfærði kl. 21:57 | 492 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (3)


hey hvað er að því að vinna í banka!!!!! :-)

katrín sendi inn - 03.12.05 11:49 - (Ummæli #1)

Ef þú mætir í dragt á djammið, með nafnspjald og byrjar að tala um vinnuna, þá ertu plebbi.

En annars, þá er svosem ekkert sérstakt að því að vinna í banka, margir vinir mínir vinna í bönkum.

Einar Örn sendi inn - 03.12.05 13:37 - (Ummæli #2)

hahaha… vá… of mikið af svona “nafnspjalda og jakkafata” gæjum á djamminu hérna í Hong Kong - enda allir að vinna í einhverjum so and so banka!!!

Pálína sendi inn - 04.12.05 18:11 - (Ummæli #3)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?