« Nýtt á Serrano - Jibbí | Aðalsíða | Uppboð: Tæki og nýjir hlutir »

My hump, my lovely lady lumps

9. desember, 2005

Ég komst fyrir einhverjum dögum á þá skoðun að My Humps með Black Eyed Peas væri hryllilegasta lag allra tíma. Samblanda af því að laglínan hljómar einsog hringitónn, fáránlegasta texta í heimi og almennum leiðindum í laginu, gerði það að verkum að ég komst á þessa skoðun.

Sem er athyglisvert í ljósi þessarar færslu á MeFi þar sem fólk skrifar um það hversu hræðilegt þetta lag er. Þannig að fólk virðist almennt séð sammála mér.

Það besta við þetta allt er þó að skoða heimatilbúin vídeó við lagið. Þetta myndband er til dæmis hrein snilld.

Einsog ég sagði, þá er textinn ódauðlegur:

What u gon’ do with all that ass?
All that ass inside them jeans?
I’m a make, make, make, make you scream

og svo þetta:

They say I’m really sexy,
The boys they wanna sex me.
They always standing next to me,
Always dancing next to me,
Tryin’ a feel my hump, hump.
Lookin’ at my lump, lump.
U can look but you can’t touch it,
If u touch it I’ma start some drama,

Á hvaða lyfjum er þetta fólk eiginlega?

(Skrifað í gærkvöldi)

Einar Örn uppfærði kl. 10:38 | 186 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (11)


Ég er nokkuð viss um að við yrðum hvorugir langlífir við að heyra hvað hinn hlustar á.

JBJ sendi inn - 09.12.05 10:53 - (Ummæli #1)

Ha? Ég skil ekki.

Þessi hlustun mín byggist á því að eiga veitingastað, þar sem starfsmennirnir eru nær allir stelpur frá 15-20 ára og því hlustað á FM957 allan daginn.

Einar Örn sendi inn - 09.12.05 11:01 - (Ummæli #2)

Þetta lag er hræðilegt! Hræðilega hræðilegt! Spurning um að fjarlægja útvarpið og vera bara með geislaspilara?

Bjarni Rúnar sendi inn - 09.12.05 11:32 - (Ummæli #3)

Mér finnst þetta fínt lag - gott að dilla bossa í takt við þetta. Er nokkuð viss líka að þetta lag sé eitthvað einkadjók hljómsveitarinnar sem hafi af einhverjum ástæðum ratað á plötuna.

Gunnare sendi inn - 09.12.05 11:55 - (Ummæli #4)

Bjarni, það væru athyglisverðar aðgerðir, en ég er ekki svo viss um að tónlistarvalið myndi batna. :-)

Og Gunnare, ég veit varla hvað ég á að segja.

Einar Örn sendi inn - 09.12.05 14:49 - (Ummæli #5)

úff, þetta er versta froða
gaman að skoða þessi vídjó, fólk er greinilega að skemmta sér :-)

Heiða Björk sendi inn - 09.12.05 15:15 - (Ummæli #6)

Ef þessar 20 ára gömlu fermingargræjur þínar spiluðu skrifaða diska og einhver önnur útvarpsstöð virkaði, þá myndi málið líklega leysast :-)

starfsmaður Serrano sendi inn - 09.12.05 17:40 - (Ummæli #7)

Hey hey hey hey hey! Fermingargræjurnar mínar eru sko ekki 20 ára gamlar! Bara svo það sé alveg á hreinu. :-)

Einar Örn sendi inn - 09.12.05 17:56 - (Ummæli #8)

Eins og talað út úr mínum munni. Ég hef ekkert á móti BEP, en þetta lag er góð ástæða til að mæta þeim öllum í dimmu húsasundi með barefli og liðsauka …

Kristján Atli sendi inn - 09.12.05 18:06 - (Ummæli #9)

Klárlega eitt af verri lögum ársins.

Sigurjón sendi inn - 10.12.05 02:36 - (Ummæli #10)

Þetta lag er frábær prívatdjókur hjá þeim og ef þið hlustið vandlega á textann heyrið þið að þetta er svoleiðis heilli plánetu betri en venjulegur R&B texti um fram- og afturstæðustu hluta kvenlíkamans!

Lifi BEP!

JBJ sendi inn - 10.12.05 15:30 - (Ummæli #11)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • JBJ: Þetta lag er frábær prívatdjókur hjá þeim og ef þi ...[Skoða]
  • Sigurjón: Klárlega eitt af verri lögum ársins. ...[Skoða]
  • Kristján Atli: Eins og talað út úr mínum munni. Ég hef ekkert á m ...[Skoða]
  • Einar Örn: Hey hey hey hey hey! Fermingargræjurnar mínar eru ...[Skoða]
  • starfsmaður Serrano: Ef þessar 20 ára gömlu fermingargræjur þínar spilu ...[Skoða]
  • Heiða Björk: úff, þetta er versta froða
    gaman að skoða þ ...[Skoða]
  • Einar Örn: Bjarni, það væru athyglisverðar aðgerðir, en ég er ...[Skoða]
  • Gunnare: Mér finnst þetta fínt lag - gott að dilla bossa í ...[Skoða]
  • Bjarni Rúnar: Þetta lag er hræðilegt! Hræðilega hræðilegt! Spu ...[Skoða]
  • Einar Örn: Ha? Ég skil ekki. Þessi hlustun mín byggist á þv ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.