« desember 10, 2005 | Main | desember 12, 2005 »

Árangurinn hingað til af uppboðinu

desember 11, 2005

Jæja, núna er ég búinn að vera með uppboðið í gangi í tæpa tvo daga og viðbrögðin hafa verið frábær. Í raun mun betri en ég hafði þorað að vona. Ef að ég skoða stöðuna einsog hún er akkúrat núna og legg saman hæstu boð í alla hlutina, þá hafa safnast næstum því 80.000 krónur! Það finnst mér magnað og ég get ekki annað en verið innilega þakklátur þeim, sem hafa tekið þátt og skrifað um þetta á sínum síðum. Takk takk! :-)

En allavegana, þetta mun halda áfram næstu daga. Fyrir þá, sem eru að koma á síðuna í fyrsta sinn síðan að uppboðið hófst, þá eru hérna skýringar á því, sem ég er að standa í.

Á næstu dögum ætla ég að setja inn restina af flokkunum. Var rétt áðan að setja inn Xbox leikina. Þeir eru nokkuð sérhæfður flokkur, þar sem að ég efast um að margir lesendur eigi Xbox. En eflaust vantar einhverjum jólagjafir, eða vita um einhverja, sem að myndu vilja nálgast ódýra Xbox leiki.


**Nota bene, ef þú ert að koma hingað innaf B2.is - þá vil ég benda á sjálfa uppboðssíðuna þar sem þú getur lesið um tilgang uppboðsins og séð alla flokkana, sem hægt er að bjóða í.

206 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Uppboð

Uppboð: XBox leikir

desember 11, 2005

Og þá er það þriðji hluti þessa uppboðs til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Núna eru það XBox leikir

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst sanngjarnt að lágmarkið sé 500 krónur. Leikirnir eru í nánast fullkomnu ástandi.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á miðvikudag fimmtudag.

190 Orð | Ummæli (15) | Flokkur: Uppboð

Uppboð: DVD Diskar 2/2

desember 11, 2005

Hérna er seinni hluti DVD uppboðsins. Hér getur þú lesið um uppboðið, skoðað hin uppboðin og hér getur þú lesið af hverju ég stend í því.

Fyrri hluti DVD uppboðsins er hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst sanngjarnt að lágmarkið sé 300 krónur á hefðbundnu diskunum, en 800 krónur á stærri pökkunum, svo sem á sjónvarpsþáttunum.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á fimmtudag.

169 Orð | Ummæli (41) | Flokkur: Uppboð

Uppboð: DVD Diskar 1/2

desember 11, 2005

Og þá er það annar hluti þessa uppboðs til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Í þessum hluta ætla bjóða upp DVD diska úr safninu mínu. Nánast undantekningalaust eru diskarnir í fullkomnu ástandi, bæði pakkningin, sem og diskurinn sjálfur. Nota bene, ég ætla að skipta þessu DVD uppboði í tvennt og er seinni hlutinn hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst sanngjarnt að lágmarkið sé 300 krónur á hefðbundnu diskunum, en 800 krónur á stærri pökkunum, svo sem á sjónvarpsþáttunum.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á fimmtudag.

199 Orð | Ummæli (29) | Flokkur: Uppboð

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33