« Áramóta-ávarp | Aðalsíða | 2006 »

Punktar í upphafi árs

2. janúar, 2006

Af því að ég hef ekki nægt efni í heila færslu um eitt málefni:

  • Ég get ekki gert upp við mig hvort sé merkilegra: 1. Hversu hryllilega lélegt þetta Áramótaskaup var - eða 2. Að fulltaf fólki í fjölmiðlum finnist það hafa verið æði. Ég passa ekki lengur inní þetta land.
  • Ég fór á Players í dag til að horfa á fótboltaleik og fékk hausverk útaf sígarettureyk. Ég get bókað tvennt þegar ég fer á Players. 1. Ég þarf að setja öll föt í þvott og 2. Ég fæ hausverk útaf tóbaksreyk.
  • Ég skipti annarri af tveim jólabókunum mínum í Rokland með Hallgrími Helga. Er kominn nokkuð langt með hana. Hún er góð. Enda Hallgrímur snillingur
  • Ef ég væri búinn að vera forstjóri í fyrirtæki í 30 ár og fengi skitnar 160 milljónir í starfslokasamning á meðan að arftaki minn, sem hefði unnið í 5 mánuði fengi 130 milljónir, þá yrði ég brjálaður. Ég er hins vegar ekki í þessari stöðu, þannig að þessi reiði mín skiptir litlu máli.
  • Í gær horfði ég á Dodgeball og komst ekki hjá því að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum Ben Stiller fær borgað fyrir að leika í kvikmyndum. Horfði líka á Der Untergang, sem er góð.
  • Ég hlusta alveg fáránlega mikið á þessi lög þessa dagana: Chicago - Sufjan Stevens, Things the Grandchildren should know - Eels, Geislinn í Vatninu - Hjálmar.
  • Hérna geturðu reynt þig í fánum heimsins. Ég var einu sinni sérfræðingur í fánum og höfuðborgum. Ég og Gunni vinur minn kepptumst um að vita sem mest um þetta tvennt. Í teikningu hafði ég svo gaman af því að teikna upp alla heimsins fána. Landafræði var mitt uppáhaldsfag. Þegar ég hugsa aftur til þessa þá sé ég það að ferðalög hljóta að vera í blóðinu víst ég var svo fljótt með kominn með áhuga á þessu.
  • Ef þú ert með PC þig vantar forrit til að halda utanum myndirnar þínar, þá mæli ég með Picasa, sem er ókeypis forrit frá Google. Ég var að setja þetta uppá tölvunni hennar mömmu áðan og þetta virkar ferlega einfalt og skemmtilegt. Ég hélt 10 mínútna tölu um það af hverju mamma ætti að standa í því að merkja allar myndirnar. Veit ekki hvort það hafi smogið í gegn. Ég er fanatískur á að merkja myndirnar mínar. Ég skýri allar myndirnar og svo set ég “tags” á allar myndir, þannig að ég get ávallt leitað að myndum af ákveðinni persónu eða stað.
  • Ég er búinn að setja myndir frá Belize inná myndasíðuna. Á þeim myndum má meðal annars sjá af hverju ég reyni öllu jöfnu ekki að safna skeggi :-) .
Einar Örn uppfærði kl. 20:53 | 447 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (6)


Hehe. Ferðalangaskeggið er alltaf fyndið. Var með mjög svipað “skegg” í rúma viku síðasta vor og ákvað m.a.s. að halda því viku eftir að ferðalaginu lauk. Það var ljóta vesenið og ekkert sem ég ætla að leggja fyrir mig :-)

Ágúst sendi inn - 02.01.06 21:16 - (Ummæli #1)

Jamm, mér fannst þetta samt alveg ljómandi skemmtileg tilraun. Ég var búinn að ákveða það fyrir ferðina að safna í einhverjar 3 vikur, þar sem ég get aldrei gert það hérna heima. Geri þetta ábyggilega aftur næst þegar ég fer í ferðalag. Annars er það ekki alvöru ferðalag. :-)

Einar Örn sendi inn - 02.01.06 22:09 - (Ummæli #2)

Ég man aldrei eftir skaupi svo lélegu að einhverjum hafi ekki fundist það fyndið.

Á sendi inn - 03.01.06 00:39 - (Ummæli #3)

Fólk í fjölmiðlum er alltaf á sama máli.

Annars pössuðum við hvorugur við þetta land. Þá finnst mér ansi þröngt setinn bekkurinn.

Sverrir sendi inn - 03.01.06 02:01 - (Ummæli #4)

Ég hugsa að það hafi frekar verið Bolton sem orsakaði höfuðverkinn.

einsidan sendi inn - 03.01.06 15:22 - (Ummæli #5)

Chicago er lag ársins 2005 að mínu mati.

Afar skemmtilegur fannáll.

Ari sendi inn - 11.01.06 01:58 - (Ummæli #6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2003 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Ari: Chicago er lag ársins 2005 að mínu mati. Afar ske ...[Skoða]
  • einsidan: Ég hugsa að það hafi frekar verið Bolton sem orsak ...[Skoða]
  • Sverrir: Fólk í fjölmiðlum er alltaf á sama máli. Annars p ...[Skoða]
  • Á: Ég man aldrei eftir skaupi svo lélegu að einhverju ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jamm, mér fannst þetta samt alveg ljómandi skemmti ...[Skoða]
  • Ágúst: Hehe. Ferðalangaskeggið er alltaf fyndið. Var með ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.