« janúar 15, 2006 | Main | janúar 18, 2006 »

Út!

janúar 16, 2006

Jæja, fyrsta utanlandsferðin mín í ár er plönuð á morgun. Ætla að eyða næstu dögum í sæluríki jafnaðarmannastefnunnar, Svíþjóð.

Á að fljúga til Köben, þar sem ég ætla að hitta systur mína og fjölskyldu. Þaðan er planið að fara til Malmö á tveggja daga fund. Svo ætla ég að njóta lífsins í Stokkhólmi yfir helgina.

Jei!

56 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Dagbók

Framsókn á Múrnum

janúar 16, 2006

Góð grein á Múrnum: Hver er ábyrgðartilfinning Framsóknarflokksins?

Að þessu sögðu er vert að velta fyrir sér digurbarkalegum yfirlýsingum Hjálmars Árnasonar um DV-málið. Hjálmar, sem seint verður talinn orðheppinn stjórnmálamaður, lét þennan dóm falla á heimasíðu sinni: ,,DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu.” Þessi yfirlýsing þingsflokksformanns Framsóknar er þvættingur. Ritstjórar DV eru ekki morðingjar fremur en þeir eru meðferðarfulltrúar fórnarlamba kynferðisafbrotamanna.

og

Allur þingflokkur Framsóknar virðist hafa samþykkt aðild Íslands að innrás Bandaríkjanna í Írak. Enginn þeirra hefur hrópað morð eða krafist afsagnar neins í því tilfelli, jafnvel þótt formaður þeirra hafi verið utanríkisráðherra og hafi tekið ákvörðunina á sínum tíma. Sú innrás var ólögleg, framkvæmd á upplognum forsendum og hefur kostað tugi þúsunda ef ekki hundruð þúsunda manna lífið. Er enginn morðingi eða sökudólgur í því tilfelli að mati Hjálmars Árnasonar?

Sjá greinina hér

144 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33