« febrúar 28, 2006 | Main | mars 05, 2006 »

Ál-þjóð

mars 02, 2006

Já, ég veit að efnahagsástandið útá landi er sennilega á mörgum stöðum ekki jafngott og hér í bænum.

Og já, ég veit að fólkið þar er sennilega þreytt á því að hinir í bænum séu að flytja suður.

En samt, þá á ég erfitt með að skilja og mér þykir í raun afar sorglegt að sjá það þegar að fólk safnast saman í samkomuhúsi viðkomandi bæjar til að fagna því að bandarískt risafyrirtæki hafi ákveðið á fundi á Manhattan að byggja enn eina risa-ál-verksmiðju hér á landi.

Og enn sorglegra þykir mér að ráðherrar þessa lands mæti á fundi á Manhattan og bíði þar ofurspenntir á biðilsbuxum eftir því að eitthvað bandarískt álfyrirtæki komi og bjargi kjördæminu sínu.

En ég er víst í minnihluta hér á landi og seint mun ég skilja hvernig allir hugsa.


Sjá einnig hér.

138 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33