« 1+7=1 | Aðalsíða | Lyklar »

Ferð til Barca og Liverpool

15. mars, 2006

Ég fór í stutta ferð til Barcelona og Liverpool í síðustu viku. Upphaflega tilefnið var boð Chupa Chups, sem er fyrirtæki sem ég sé um að markaðssetja vörur fyrir hér á Íslandi. Árið 2005 var metár í sölu á Chupa og Smint á Íslandi og í tilefni þess var mér ásamt tveim öðrum frá fyrirtækinu mínu boðið í ferð til Barcelona.

Við eyddum þriðjudeginum í Barcelona á fundum og í ferðum um verksmiðjur í nágrenni borgarinnar. Aðalmálið var þó leikur Barcelona og Chelsea á þriðjudagskvöldinu.

Hótelið okkar var um hálftíma labb frá Nou Camp og lögðum við því af stað tveim tímum fyrir leik og löbbuðum að vellinum, stoppandi í bjór á leiðinni. Um klukkutíma fyrir leik var ég svo kominn að vellinum. Ég hef farið 3-4 sinnum á Nou Camp, en þá alltaf á leiki í spænsku deildinni. Ég var verulega spenntur fyrir Chelsea leiknum, þar sem það var greinilegt að fólk í Barcelona er verulega illa við Jose Mourinho og Chelsea liðið. Leigubílstjórinn, sem keyrði okkur af flugvellinum, kallaði hann t.d. hálfvita og flestir í borginni virtust sammála því áliti.

Um hálftíma fyrir leik var ég kominn í sætið mitt og horfði á upphitunina. Mourinho kom aðeins inná völlinn og var púað duglega á hann. Stuttu fyrir leik settu svo einhverjir snillingar upp borða þar sem á stóð: Mourinho = Túlkur. Mjög fyndið.

* * *

Leikurinn var fínn. Barcelona liðið virtist vera frekar rólegt. Chelsea sóttu aldrei almennilega á þá, og því hafði maður á tilfinningunni að leikmenn Barcelona væru aldrei að reyna neitt sérstaklega á sig. Þeir sýndu þó á tíðum frábær tilþrif og þá sérstaklega Ronaldinho, sem er einfaldlega besti leikmaður, sem ég hef séð spila fótbolta.

Stemningin á leiknum var góð. Dálítið öðruvísi en maður er vanur frá Englandi. Stuðningsmenn Barca syngja aðeins eitt lag ítrekað. Það lag er hins vegar á katalónsku, þannig að ég skildi ekki orð en gat alltaf hrópað “Barca, Barca, Baaaaarca!” í enda þess. Þegar að 98.000 mannns taka sig til og hrópa Barca saman, þá er það ótrúlegt því Nou Camp er frábær völlur.

Ronaldinho skoraði svo auðvitað frábært mark og stuttu seinna birtu nokkrir aðdáendur eftirfarandi borða: Mourinho, túlkaðu þetta: “Adios Europa”!”

Chelsea fékk svo auðvitað ódýra vítaspyrnu í lokin, en það breytti engu nema að það gaf Mourinho einhverjar gerviástæður til að monta sig. En eftir allt saman, frábær leikur og yndislegt að sjá Barca taka Chelsea í kennslustund.

* * *

Á miðvikudeginum fók ég svo flug beint til Liverpool. Úr 15 stiga hita og sól yfir í 5 stiga hita og típíska enska rigningu. Ég var eitthvað þreyttur og fór því bara beint inná skrýtnasta hótel í heimi. Hótelið var svo magnað að í herberginu mínu (sem var btw ekki ódýrt) var engin sturta, heldur aðeins baðkar. Verulega frumlegt.

Þegar að nær dró leik kom ég mér að Anfield og fór í biðröð til að komast inná The Park barinn. Það gekk eitthvað erfiðlega, en að lokum komst ég inn. Stemingin þar inni var auðvitað frábær. Staðurinn stappaður og allir syngjandi. Ég var þar inni í einhvern tíma, en fattaði svo að ég hafði gleymt gleraugunum uppá hóteli, svo ég þurfti að fara tilbaka og ná í þau.

Á Anfield var ég með sæti í Lower Centenary, við markið sem Liverpool sótti á í fyrri hálfleik. Það vita auðvitað allir hvernig leikurinn fór. Liverpool klúðraði sirka grilljón færum og eftir smá tíma var maður orðinn vonlítill á því að Liverpool myndi skora.

Stemningin var þó ótrúlega mögnuð. Stuðningsmenn Liverpool sungu allan tímann og studdu við sitt lið, þrátt fyrir að liðið væri að tapa. Þegar að Benfica skoraði annað markið og Liverpool á leið útúr keppninni hrópuðu stuðningsmennirnir nafn Rafa Benitez og sungu svo You’ll Never Walk Alone. Einsog ensku blöðin bentu á daginn eftir, þá er hvergi hægt að finna slíka aðdáendur, sem að styðja liðið og þjálfarann jafn ákaft á erfiðum stundum. Stuðningsmenn Liverpool eru bestu stuðningsmenn í heimi. Ég var sannfærður um það eftir Istanbúl og þessi leikur styrkti mig í þeirri trú.

* * *

En það var fúlt að sjá Liverpool tapa og detta útúr Evrópukeppninni. En maður getur ekki bókað eintóma gleði í svona fótboltaferðum og því verður maður víst að sætta sig við vonbrigðin. En allavegana, núna krefst ég þess að Barcelona rústi Benfica í næstu umferð Meistaradeildarinnar.

Einar Örn uppfærði kl. 22:47 | 721 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (12)


Minnimáttarkenndin heldur áfram :-)

Taka Chelsea í kennslustund? Verður lið ekki a.m.k. að vinna leik til að geta kallað það kennslustund?

Chelsea-Maðurinn Nonni sendi inn - 16.03.06 11:08 - (Ummæli #1)

Æ, Britannia Adelphi er orðið frekar gamalt og slappt hótel, það þarf virkilega á endurbótum að halda.

Í síðustu ferðum mínum til Liverpool hef ég venjulega gist á Premier Travel Inn í City Centre. Ekki dýrt og virkilega þægilegt hótel. Og mjög vel staðsett.

Mummi sendi inn - 16.03.06 11:09 - (Ummæli #2)

Hvernig get ég sem Barcelona aðdáandi verið með minnimáttarkennd gagnvart Chelsea?

Einar Örn sendi inn - 16.03.06 11:49 - (Ummæli #3)

Flott ferðasaga, takk fyrir :-)

Höski Búi sendi inn - 16.03.06 12:09 - (Ummæli #4)

Flott ferðasaga hjá þér. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að vera algjör draumaferð, en Benfica tókst að eyðileggja það. Samt flott ferð að öllu öðru leyti. :-)

Kristján Atli sendi inn - 16.03.06 14:24 - (Ummæli #5)

Nú veit ég ekki, prófaðu að spyrja sjálfan þig að því?

Chelsea-Maðurinn Nonni sendi inn - 16.03.06 18:21 - (Ummæli #6)

Kræst!

Þvílík röklist.

Ok, ég er búinn að spyrja mig oft, en fæ ekkert svar. Ég finn einfaldlega enga minnimáttarkennd.

Einar Örn sendi inn - 16.03.06 18:55 - (Ummæli #7)

Einar, ég held að Chelsea-maðurinn Nonni gæti verið fyrsta opinbera tröllið okkar. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á neinu öðru en því sem gæti mögulega pirrað okkur Liverpool-menn.

Það er því verst fyrir hann að maður skuli halda með Barcelona líka. :-)

Kristján Atli sendi inn - 16.03.06 22:35 - (Ummæli #8)

Hvað viltu að ég segi Einar? Að mínu mati ertu með minnimáttarkennd gagnvart Chelsea því þú talar mjög mikið um þá og oftast í neikvæðum tón. Hvernig í ósköpunum á ég að útskýra minnimáttarkennd (mitt mat mundu) þína, þú hlýtur að vita það best sjálfur? Einfaldlega þess vegna bað ég þig að spyrja sjálfan þig að því.

Kristjáni ætla ég ekki að svara hér, enda ekki síðan hans.

Chelsea-Maðurinn Nonni sendi inn - 17.03.06 18:49 - (Ummæli #9)

Ég var á Chelsea leik. Hvernig átti ég að forðast það að tala um þá?

Hvað með þig? Ert þú ekki með minnimáttarkennd gagnvart Liverpool? Hangandi inná bloggsíðum tileinkuðum því liði, kommentandi í hvert skipti þegar einhver talar um þitt lið. Breytir umræðunni í ferðasögu yfir í eitthvað Chelsea röfl. Ekki ven ég komu mína á Chelsea síður.

Ertu svona inná öllum síðum, eða bara síðum tengdum Liverpool?

En já, Kristján, ég veit - maður á ekki að gefa tröllunum að borða. Spurning um að sleppa því að svara Nonna, þar sem þetta er nú ekki “síðan hans”.

Einar Örn sendi inn - 17.03.06 19:27 - (Ummæli #10)

Ókei, snúðu bara út úr Einar.

Þú veist vel að þú talar ótt og títt um Chelsea og einsog ég sagði, mjög oft í neikvæðum tón. Það er það sem ég kalla minnimáttarkennd.

Ef þú vilt kalla mig tröll, þá þú um það.

Chelsea-Maðurinn Nonni sendi inn - 18.03.06 19:44 - (Ummæli #11)

Sad sad sad nonni minn…

FDM sendi inn - 18.03.06 22:31 - (Ummæli #12)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • FDM: Sad sad sad nonni minn... ...[Skoða]
  • Chelsea-Maðurinn Nonni: Ókei, snúðu bara út úr Einar. Þú veist vel að þú ...[Skoða]
  • Einar Örn: Ég var á *Chelsea leik*. Hvernig átti ég að forða ...[Skoða]
  • Chelsea-Maðurinn Nonni: Hvað viltu að ég segi Einar? Að mínu mati ertu með ...[Skoða]
  • Kristján Atli: Einar, ég held að Chelsea-maðurinn Nonni gæti veri ...[Skoða]
  • Einar Örn: Kræst! Þvílík röklist. Ok, ég er búinn að sp ...[Skoða]
  • Chelsea-Maðurinn Nonni: Nú veit ég ekki, prófaðu að spyrja sjálfan þig að ...[Skoða]
  • Kristján Atli: Flott ferðasaga hjá þér. Þetta hefði að sjálfsögðu ...[Skoða]
  • Höski Búi: Flott ferðasaga, takk fyrir :-) ...[Skoða]
  • Einar Örn: Hvernig get ég sem Barcelona aðdáandi verið með mi ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.