« Út | Aðalsíða | Draumalandið »

Sælgæti, Amsterdam, Blur og Draumalandið

30. mars, 2006

Búinn að vera hérna í Hollandi í þrjá daga.

Búinn að sitja ráðstefnu um sælgæti í tvo daga, sem hefur á köflum verið áhugaverð og á köflum leiðinleg. Fór í gærkvöldi uppí dómirkjuturninn í Utrecht og eftir það á veitingastað, þar sem að við útbjuggum sjálf matinn. Mjög skemmtilegt. Fékk mér aðeins of mikið af léttvíni og var því ansi nálægt því að sofna í allan dag.

Er kominn inná hótel í Amsterdam, rétt sunnan við aðal miðbæinn. Sit niðrí lobbí, þar sem það er ekkert netsamband á herberginu. Ætla að klára að svara vinnutölvupósti og kíkja svo eitthvað út. Ég elska Amsterdam.

* * *

Það er skrýtið hvernig hálf kjánaleg þjóðerniskennd getur stundum gripað mann í útlöndum. Heima gæti mér ekki verið meira sama um það hver á hvaða fyrirtæki í útlöndum. En í samtali í gær voru tveir Norðmenn að segja að danska fyrirtækið Sterling væri byrjað að fljúga frá Osló. Af einhverju óskiljanlegum ástæðum fannst mér tilefni til þess að leiðrétta þá og segja: íslenska fyrirtækið Sterling, - they were bought by Icelandic investors, you know!

* * *

Ég á einhverjar 20 blaðsíður eftir af Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnason. Ég er viss um að á næstu vikum ég eigi eftir að reyna að pranga þessari bók inná alla, sem ég þekki. Þannig að ef þið viljið spara ykkur ónæðið frá mér, drífið ykkur útí bókabúð strax og kaupið bókina! Hún er skyldulesning fyrir alla Íslendinga. Kallar fram bæði mikla bjartsýni og algjört vonleysi. Frábær bók, sérstaklega fyrir þá, sem finnst sniðugt að byggja álver og virkjanir fyrir öll þéttbýlissvæði á landinu.

* * *

Ég hætti að fíla Blur fyrir einhverjum árum og hlustaði aldrei á Think Tank. En platan er inná iPod-inum mínum. Á einhverju shuffle fylleríi heyrði ég lagið Sweet Song í fyrsta skipti. Það lag er algjörlega frábært. Mæli með því!

* * *

Ætlunin er að eyða morgundeginum í Amsterdam. Veit ekki hvort ég hef orku til þess að standa í safnaleiðangri, eða hvort ég sest bara inná kaffihús og læt daginn líða þar. Þarf líka að vinna eitthvað, svo ég sé til.

Einar Örn uppfærði kl. 19:33 | 353 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (2)


Draumalandið er svo sannarlega magnað.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 30.03.06 21:43 - (Ummæli #1)

af hverju varstu að borða mat, verandi á nammiráðstefnu! :-)

katrín sendi inn - 03.04.06 15:25 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003

Leit:

Síðustu ummæli

  • katrín: af hverju varstu að borða mat, verandi á nammiráðs ...[Skoða]
  • Strumpurinn: Draumalandið er svo sannarlega magnað. Strumpakv ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.