« Sælgæti, Amsterdam, Blur og Draumalandið | Aðalsíða | Brussel »

Draumalandið

31. mars, 2006

draum.jpgKláraði að lesa Draumalandið eftir Andra Snæ inná kaffihúsi hérna í Amsterdam fyrr í dag.

Ég hef svona 20 sinnum við lestur bókarinnar skrifað hjá mér punkta vegna hugmynda, sem ég fékk að pistlum og öðru. Mig langar að skrifa svo ótrúlega mikið um þessa bók og þær tilfinningar, sem hún kallaði fram hjá mér. Ég man hreinlega ekki eftir bók sem hefur breytt sýn minni á samtímamál á Íslandi jafnmikið og Draumalandið hefur gert. Ég veit varla hvar ég á að byrja að skrif mín um hana. Ég táraðist, varð fáránlega reiður, fylltist bjartsýni og ofsalegri svartsýni við lesturinn.

Einsog ég segi, þá veit ég ekki hvar ég á að byrja. Ég ætla því bara að biðja fólk um að lesa bókina. Hún er einfaldlega skyldulesning fyrir alla Íslendinga. Það má vel vera að ekki séu allir sammála innihaldinu, en ég held að langflestir séu sammála um að hún vekji upp gríðarlega margar og áleitnar spurningar um stjórnvöld á Íslandi.

Jafnvel þótt þú hafir ekki áhuga á stóriðju og sért orðinn drepleið/ur á blaðri um Kárahnjúka, Alcoa og allt þetta drasl. Jafnvel þótt þú hafir tapað áhuganum á þessum málum, þá er þessi bók pottþétt leið til að vekja hann upp aftur. Ég er viss um að við lesturinn munu jafnvel þeir, sem hafa engan áhuga á stjórnmálum á Íslandi í dag, vakna til lífsins.

Einsog segir í Tímariti M&M:

Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp vekjandi efnisatriði þessarar bókar en ég vil síður tefja ykkur frá því að lesa hana sjálfir, lesendur mínir góðir. Fáið ykkur Draumalandið, takið hana að láni á bókasafninu, kaupið hana í bókabúðinni, lesið hana við bókaborðið eða stelið henni ef þið eigið ekki fyrir henni. Þessa bók VERÐA ALLIR ÍSLENDINGAR AÐ LESA, hvort sem þeir eru fylgjandi eða mótfallnir stóriðju. Við erum vel menntuð, vel læs þjóð, við eigum rétt á þeim upplýsingum sem þarna er að finna. Það hefur verið reynt að slá ryki í augu okkar, hræða okkur með hótunum og lygum frá því að afla okkur upplýsinga. Hér eru þær allar á einum stað. Notum okkur það og tökum svo sjálfstæða ákvörðun um hvernig það draumaland á að líta út sem við viljum að Ísland sé og verði.

Drífið ykkur útá bókasafn eða útí bókabúð NÚNA! Svo getum við talað saman.

Einar Örn uppfærði kl. 18:23 | 383 Orð | Flokkur: Bækur



Ummæli (8)


Jamm… ég er svo innilega sammála…

Andri Snær kemur þarna með ótal nýja punkta og svo kemur hann í orð ýmsum atriðum sem maður sjálfur hefur talið vera rétt en ekki almennilega geta komið frá sér…

Þessi bók kveikti a.m.k. almennilega upp í mér…

Str

Strumpurinn sendi inn - 31.03.06 21:19 - (Ummæli #1)

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 31.03.06 21:19 - (Ummæli #2)

Hey, ég fer strax og leigi þessa! :-)

Gaui sendi inn - 03.04.06 03:04 - (Ummæli #3)

Andri Snær Magnason kom upp í skóla áðan og hélt fyrirlestur um bókina sína. Þessi bók hljómar ekkert spennandi lengur eftir þennan fyrirlestur hans. Virkjanir og álver framtíðarinnar er ekki beint mitt áhugasvið. :-)

Gaui sendi inn - 03.04.06 17:37 - (Ummæli #4)

Ég er svo sannarlega sammála því sem þú segir um bókina.

Ég las hana fyrir nokkru og ég hef sjaldan orðið fyrir öðrum eins áhrifum.

Þetta varð að lokum eiginlega spurning um að ákveða að koma aldrei aftur til íslands eða standa fyrir byltingu.

Ég er ekki búinn að ákveða mig.

Bestu kv,

Þorleifur

Þorleifur sendi inn - 03.04.06 23:55 - (Ummæli #5)

Það eru fáir sem geta gripið anda samtímans á jafn skemmtilegan hátt og Andri Snær. Alveg sammála þér Einar. Frábær bók sem allir verða að lesa !!!!

Fannar sendi inn - 06.04.06 14:35 - (Ummæli #6)

Ég er að klára bókina. Er líka að lesa hana í Hollandi. Ég er 100% sammála, þetta ætti að vera skyldulesning, en það gerist auðvitað aldrei. Ekki meðan núverandi pólitíkusar eru við völd.

Hvort sem fólk er sammála höfundi bókarinnar eða ekki, þá ætti hver Íslendingur að VITA hvað er verið að gera við landið. Oft er spurt, “hefurðu einhverntíma komið þangað?”. Það á að slá öll vopn úr hendi manns. Ef enginn hefur komið þangað er þetta verðlaust, ekki satt? Varla, það að ÉG hafi heimsótt stað gerir hann ekki merkilegan. Það að ÉG hafi EKKI heimsótt stað gerir hann ekki ómerkilegan. Hvað höfðu margir komið upp að Gullfossi um aldamótin 1900 þegar hann átti að virkja og eyðileggja? Ef sömu rök hefðu verið notuð þá, væri “the Golden Circle” ekki það sem hann er í dag.

Villi sendi inn - 16.04.06 08:29 - (Ummæli #7)

Jammm, þessi rök að manni geti ekki verið annt um hluti, sem maður hefur ekki heimsótt, er náttúrulega bara bull. Ég veit alveg að ég vil vernda píramídana og frumskógana á Borneo án þess að hafa komið þangað.

Einar Örn sendi inn - 16.04.06 15:35 - (Ummæli #8)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Jammm, þessi rök að manni geti ekki verið annt um ...[Skoða]
  • Villi: Ég er að klára bókina. Er líka að lesa hana í Holl ...[Skoða]
  • Fannar: Það eru fáir sem geta gripið anda samtímans á jafn ...[Skoða]
  • Þorleifur: Ég er svo sannarlega sammála því sem þú segir um b ...[Skoða]
  • Gaui: Andri Snær Magnason kom upp í skóla áðan og hélt f ...[Skoða]
  • Gaui: Hey, ég fer strax og leigi þessa! :-) ...[Skoða]
  • Strumpurinn: Strumpakveðjur :-) ...[Skoða]
  • Strumpurinn: Jamm... ég er svo innilega sammála... Andri Snær ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.