« Draumalandið | Aðalsíða | Vaknaður? »

Brussel

7. apríl, 2006

Kominn heim eftir 10 daga ferðalag.

Hvað gerir maður á föstudagskvöldi þegar að kærastan er á djamminu? Jú, situr heima fyrir framan tölvuna, vinnur í bókhaldi og horfir á Bikinímódel Íslands í sjónvarpinu. Gríðarlega hressandi. Sá þáttur er örugglega efni í aðra færslu, enda ég gríðarlega mikill áhugamaður um vandræðalegt sjónvarpsefni.

Var semsagt í 10 daga í Benelux löndunum. Hef áður skrifað um ferðina til Utrecht. Í Amsterdam gerði ég svo sem ekki margt merkilegt. Fór jú á Rijksmuseum, sem mér fannst fínt. Helmingurinn af safninu er í endurgerð, þannig að aðeins helstu meistaraverkin voru til sýnis. Sem hentaði mér vel, þar sem ég nennti ekki löngu safnabrölti og fínt að geta séð helstu Rembrandt verkin á met-tíma.

Fór svo til Brussel, þar sem ég var í þriggja daga ferð til höfuðstöðva Nato. Þarna var 10 manna hópur frá Íslandi samankomin. Við sóttum ráðstefnur á vegum Nató, ég borðaði mikið af góðum mat og drakk óhóflega af léttvíni og bjór. Frábær ferð, en ferðasagan væri sennilega of full af einkahúmor til þess að verða áhugaverð.

Náði að sjá talsvert af Brussel, sérstaklega í mikilli þynnkuferð sem við Jensi fórum í á sunnudaginn. Löbbuðum um Grand Place, sáum einn furðulegasta túristastað í heimi, löbbuðum um allar Evrópbyggingarnar og létum okkur dreyma um ESB aðild.

Mjög gaman.

* * *

Eru ekki annars allir byrjaðir að lesa Draumalandið? :-)

Einar Örn uppfærði kl. 23:49 | 227 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (7)


Jújú, ég er byrjaður að lesa bókina :-) Lýst mjög vel á hana, er bara búinn með 100 bls en þetta er eiginlega eins og að lesa skemmtilegt blogg bara! Frábær bók, enn sem komið er amk :-)

Hjalti sendi inn - 08.04.06 02:38 - (Ummæli #1)

Haha! Manequin pis á svo vísan stað í hjarta Brussel-búa að hálf hæð á borgarminjasafninu er tileinkuð honum.

Særún María sendi inn - 08.04.06 12:51 - (Ummæli #2)

hlakka til að lesa bikinimodel færsluna!!! :-)

katrín sendi inn - 09.04.06 12:13 - (Ummæli #3)

Langaði að benda þér á að Andri Snær Magnason, höfundur Draumalandsins, ætlar að fjalla um bókina í íslensku og alþjóðlegu samhengi á fyrirlestri á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda á morgun, þriðjudag, kl. 12:15.

Ragga sendi inn - 10.04.06 13:28 - (Ummæli #4)

Velkominn heim, kallinn. :-)

Gaui sendi inn - 10.04.06 22:52 - (Ummæli #5)

“Var semsagt í 10 daga í Benelux löndunum”…

Humm, eru thau ekki 3, thessi BeneLUX loend?!?! Bene, bene, bene… tutti bene :-) ) :-) :-) :-)

Einar i Lux sendi inn - 11.04.06 10:17 - (Ummæli #6)

Já, það er víst. En er maður ekki í Benelux löndunum þótt maður fari ekki til þeirra alla? Alveg einsog maður er í Evrópu þótt maður fari ekki til allra landanna? :-)

Einar Örn sendi inn - 11.04.06 23:19 - (Ummæli #7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2003 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Já, það er víst. En er maður ekki í Benelux löndu ...[Skoða]
  • Einar i Lux: "Var semsagt í 10 daga í Benelux löndunum"... Hu ...[Skoða]
  • Gaui: Velkominn heim, kallinn. :-) ...[Skoða]
  • Ragga: Langaði að benda þér á að Andri Snær Magnason, höf ...[Skoða]
  • katrín: hlakka til að lesa bikinimodel færsluna!!! :-) ...[Skoða]
  • Særún María: Haha! Manequin pis á svo vísan stað í hjarta Bruss ...[Skoða]
  • Hjalti: Jújú, ég er byrjaður að lesa bókina :-) Lýst ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.