« apríl 11, 2006 | Main | apríl 17, 2006 »

Stúdentablaðið?

apríl 13, 2006

Ég hef aldrei stundað nám við Háskóla Íslands, þannig að ég skil ekki alveg hvað gengur þar á. Ég taldi mig þó vita að Stúdentablaðið ætti að vera virðulegt málgagn stúdenta, allavegana kynna þeir sig þannig til auglýsenda. Í dag fékk ég sent heim eitt slíkt blað. Byrjum á ritstjórnarpistlinum. Nokkur eeeeeðalkomment:

Um leið og við getum flest verið sammála um að Stalín hafi farið afskaplega illa að ráði sínu..

(Feitletrun mín)

Eru það ekki hægrimenn sem hafa um þessar mundir tvö hundruð þúsund írösk mannslíf á samviskunni?

Nei. Ekki frekar en að við hafnaboltaunnendur höfum þessi mannslíf á samviskunni. Það að Bush sé hægri maður hefur ekkert með aðra hægrimenn eða samvisku þeirra að gera.

Voru það ekki markaðshyggjumenn sem vörpuðu fyrstir og einir manna atómbombum?

Nei, það voru Bandaríkjamenn. Það hefur ekkert með markaðshyggjumenn að gera, frekar en að fjöldamorð Stalíns hafa með unga vinstri menn að gera.

Og hann heldur áfram:

mér er ómögulegt að koma auga á “snilldina” í því stjórnarfyrirkomulagi sem elur 2/3 mannkyns á skítugu vatni, hungursneyð, stríði og ævarandi pínu.

Ég vænti þess að hann sé að vitna þarna til kapítalisma og gefur sér þá staðreynd að kapítalismi eða hægri stefna ráði ríkjum í öllum löndum heimsins. Það er hins vegar ekki aaaalveg rétt.

Ekki þarf ýkja víðfeðma sagnfræðikunnáttu til að átta sig á því að veldi Vesturlanda er reist á arðráni og þrælablóði.

Æji, kræst, ég nenni þessu ekki.

* * *

Af hverju er Elías Davíðsson svo fenginn til að skrifa áróðursgreinar í Stúdentablaðið?

* * *

Svo byrjar grein um Hamas - samtök, sem vilja útrýma Ísraelsríki, á þessum orðum:

Hamas-hreyfingin rekur hjálpar- og menningarstofnanir á grasrótarstigi

Svo er tekið viðtal við meðllim í Hamas og þar kemur þessi æðislega spurning frá blaðamanni Stúdentablaðsins:

En viðurkennirðu ekki að til séu hernaðarárásir sem skilgreina má með þá neikvæðu merkingu sem hugtakið hryðjuverk felur í sér?

(skáletrun mín)

Er ekki verið að fokking grínast í okkur? Sjálfsmorðsárásir gegn saklausum borgurum eru hryðjuverk, alveg óháð því hvað málstaðurinn kann að vera æðislega góður og saklaus. Það að beina árásum sínum gegn saklausum borgurum eru hryðjuverk, punktur! Við þurfum ekki að biðja leiðtoga hryðjuverkasamtaka um að útskýra hugtakið fyrir okkur.

Hvað í ósköpunum er Háskóli Íslands að spá? Frábært að ég hafi líka styrkt útgáfu svona blaðs með því að kaupa auglýsingu af þeim. Á opnunni sem auglýsingin mín birtist er einmitt önnur grein, sem heitir Skoðanakúgum Kapítalismans. Þeir gleyma því sennilega að kapítalistinn ég hjálpaði við útgáfu blaðs, þar sem þessi grein birtist. Skoðanakúgunin er ekki sterkari en svo. Ég hreinlega nenni þó ekki að fara yfir þá grein, enda þarf ég að drífa mig útúr bænum.

En kannski er þetta bara grín einsog Matti heldur og ég kjáni að láta þetta fara í taugarnar á mér.

464 Orð | Ummæli (29) | Flokkur: Fjölmiðlar

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33