« ... | Aðalsíða | Íbúð »

Eyþór og X-D

15. maí, 2006

Ok, atburðarrás gærdagsins:

  1. Eyþór Arnalds keyrir fullur á staur. Hann skiptir við kærustuna sína um sæti í bílnum til að koma sér undan. Flýr svo af vettvangi. Semsagt, þarna sé ég a.m.k. fjögur brot:
    - Hann keyrir fullur - Eyþór leggur líf sitt og annarra í hættu
    - Keyrir á staur - hann er nógu fullur til að keyra á staur í góðum aðstæðum
    - Flýr af vettvangi
    - Reynir að villla fyrir lögreglu (skiptin við kærustuna)
  2. Hann næst af löggunni og viðurkennir brotin.
  3. Hann gefur svo út yfirlýsingu. Í henni kemur efnislega þetta fram:
    - Þetta er í fyrsta skipti, sem hann næst þegar hann keyrir fullur. (hann tekur ekki fram hvort þetta hafi verið í fyrsta skipti, sem hann keyrir fullur - bara að þetta sé í fyrsta skipti sem hann næst)
    - Honum þykir þetta leitt og ætlar í meðferð.
    - Hann ætlar ekki að draga sig útúr pólitík, heldur einungis að draga sig í hlé á meðan á málinu stendur. Eftir það ætlar hann væntanlega að taka sæti sitt í bæjarstjórn.
  4. Geir Haarde gefur út yfirlýsingu þar sem hann segir eftirfarandi: „Ég held að sá manndómur sem hann sýnir í þessu máli og tekur á sig, sem hlýtur að vera honum persónulega mjög þungbært, eigi að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn víkur sér ekki undan ábyrgð.

Nú spyr ég: Hvað meinar Geir með þessu? Hvaða ábyrgð er Eyþór að taka? Hann tekur sér frí í nokkra mánuði! Hann segir aldrei að hann muni segja af sér embættinu þegar hann verður kosinn í það.

Enn og aftur þykjast menn geta komist upp með allt í íslenskri póltík.

Einar Örn uppfærði kl. 16:56 | 274 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (5)


Mér finnst þetta með Eyþór Arnalds líka bara dæmi um samskiptaleysi milli ungra sjálfstæðismanna. Þegar Sigurður Kári var tekinn fyrir ölvunarakstur skömmu eftir að hann varð þingmaður (í annað sinn víst?), þá sagði hann að hann vonaði að “aðrir gætu lært af mistökum hans”.

Eyþór hefur greinilega ekkert hlustað á hann. :-)

Pínu fyndið að Sigurður Kári sé síðan að leggja fram frumvörp um áfengi í búðir, og að áfengisauglýsingar ættu að vera leyfðar.

Jónas Tryggvi sendi inn - 16.05.06 13:15 - (Ummæli #1)

Ekki misskilja mig, það hlakkar í mér alveg jafn mikið og hverjum öðrum sjallaskeptíker, en ég held að það sé hártogun að telja fjögur brot.

Ef það að skipta um sæti við kærustuna hefði verið gert í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglunni, þá hefði hann varla játað strax brotið þegar hann náðist. Ennfremur hefði frekar mátt kalla það ítrekaðan brotavilja ef hann hefði sest aftur undir stýri eftir að hafa keyrt niður ljósastaur sökum ölvunar! Hvað hefðir þú kallað það?

Svo efast ég um að það að keyra óvart á ljósastaur sé beinlínis lögbrot … mér finnst að það hljóti að flokkast sem slys. Lögbrotið hlýtur að eiga sér stað þegar hann flýr af vettvangi.

En að öðru leyti finnst mér þetta ágætis gagnrýni hjá þér! :-)

Már sendi inn - 16.05.06 18:48 - (Ummæli #2)

Jammm, ég var eflaust að teygja mig aðeins og langt í brota talningunni. Ég ætti kannski að gerast saksóknari :-)

Einar Örn sendi inn - 17.05.06 12:00 - (Ummæli #3)

Smá leiðrétting (ef ég hef skilið fréttir rétt): Hann játaði ekki brotið fyrr en við yfirheyrslur á lögreglustöð, búið að renna eitthvað af honum, hugsanlega búinn að hringja í Geir eða Kjartan (varla þorað í Kjartan samt) og náð að hugsa málið eftir adrenalínsjokkið ofaní drykkjuna.

Gunnar sendi inn - 17.05.06 12:29 - (Ummæli #4)

Humm… hann þurfti að sofa úr sér og svo játaði kallinn…

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 18.05.06 00:18 - (Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • Strumpurinn: Humm... hann þurfti að sofa úr sér og svo játaði k ...[Skoða]
  • Gunnar: Smá leiðrétting (ef ég hef skilið fréttir rétt): H ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jammm, ég var eflaust að teygja mig aðeins og lang ...[Skoða]
  • Már: Ekki misskilja mig, það hlakkar í mér alveg jafn m ...[Skoða]
  • Jónas Tryggvi: Mér finnst þetta með Eyþór Arnalds líka bara dæmi ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.