« Kaupa! Kaupa! | Aðalsíða | Kjósum Samfylkinguna »

Oh, þessir Sjálfstæðismenn

25. maí, 2006

Á Borgarafundi á NFS, þar sem frambjóðendur Reykjavíkur komu fram núna rétt áðan sagði Vilhjálmur Þ. að honum fyndist réttlætanlegt að taka upp skólagjöld í háskólum, en ekki réttlætanlegt að taka upp stöðumælagjöld á bílastæðum fyrir utan sömu skóla.

Ég er orðlaus.

Einar Örn uppfærði kl. 20:49 | 42 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (10)


Þú sækir ekki um námslán fyrir stöðumælagjöldum. Það er svo einfalt.

Reyndar er fáráðlegt hvað mikið af nemendum flosna uppúr háskólanámi og kostnaðurinn við það. Með skólagjöldum er hægt að sporna við því t.d. …

Sjálf þarf ég að borga fyrir skólagjöld hérna á bifröst, og ég veit að þetta borgar sig fyrir rest.

majae sendi inn - 26.05.06 11:53 - (Ummæli #1)

Þú virðist hafa gaman að því að setja upp gröf og línurit:http://www.eoe.is/gamalt/2006/05/22/14.28.23/

Hvað segirðu um að þú reynir að slumpa út hver kostnaðurinn af stöðumælum yrði fyrir þá sem eru að nota bílastæðin dagsdaglega áður en þú gengur út frá því sem gefnu að stöðumælakostnaðurinn yrði smotterí?

Ég giska á að það myndu vera nokkrir tugir þúsunda og fyrir þá sem eru í skólanum allan daginn alla daga yrði það jafnvel álíka upphæð og önnin í HR.

Hins vegar er alveg mögulegt að stöðumælar myndu leiða til hækkunar námslána, enda er að e-u leyti reynt að mæla og styðjast við raunverulegan framfærslukostnað nemenda.

Svansson.net sendi inn - 26.05.06 12:46 - (Ummæli #2)

Það eru mikill miskilningur að halda að fólk sem hætti í háskólanámi hafi ekki grætt neitt á náminu og að samfélagið græði ekkert á því. Ég þekki alveg fólk sem hefur farið í háskóla og nýtir þekkingu sína úr náminu í starfi þó það hafi ekki klárað. Ég held að fókusinn á hina almáttugu gráðu gefi okkur ranga mynd af gagnsemi námsins.

Óli Gneisti sendi inn - 26.05.06 12:57 - (Ummæli #3)

Einar sagði ekki að bílastæðagjöldin yrðu smotterí, þar er verið að gera honum upp skoðanir.

Ég skil gagnrýni Einars þannig að hann sé að segja forgangsröðunin hjá Villa sé afar brengluð og hefði haldið að það lægi í augum uppi.

Óli Gneisti sendi inn - 26.05.06 13:03 - (Ummæli #4)

Menn mega ekki slóra í skólanum, heldur bara beint heim! Stöðumælirinn tikkar.

Mr. Wong sendi inn - 26.05.06 13:16 - (Ummæli #5)

Sko, menn eru ansi duglegir við að gera mér upp skoðanir í þessu máli. Óli hitti þó naglann á höfuðið:

Ég skil gagnrýni Einars þannig að hann sé að segja forgangsröðunin hjá Villa sé afar brengluð og hefði haldið að það lægi í augum uppi.

Í þessar færslu minni fólst hvorki andúð á skólagjöldum né ást á stöðumælum. Einungis ábending um kolbrenglaða forgangsröðun Sjálfstæðismanna.

Svansson segir:

Hvað segirðu um að þú reynir að slumpa út hver kostnaðurinn af stöðumælum yrði fyrir þá sem eru að nota bílastæðin dagsdaglega áður en þú gengur út frá því sem gefnu að stöðumælakostnaðurinn yrði smotterí?

Það kemur hvergi fram að ég telji þetta vera smotterí. En víst að menn vilja útí svona umræðu, þá er ekkert hægt að segja um hvernig þetta yrði framkvæmt (sem mér skilst reyndar að eigi ekki að gera). Það væri t.d. glórulaust að halda því fram að fyrir framan skólann yrðu settir stöðumælar og allir þyrftu að stökkva út á hálftíma fresti og setja nýjan 50 kall í stæðið. Öllu líklegra yrði að fólk myndi borga ákveðið mánaðargjald fyrir stæði.

Má ég hins vegar spyrja: Af hverju má ekki alveg láta fólk á bílum borga fyrir bílastæði?

Ég var í skóla, sem innheimti himinhá skólagjöld, en þar þurfti maður líka að borga fyrir bílastæði, enda þau takmörkuð gæði og því labbaði ég í skólann, en þeir sem bjuggu langt í burtu borguðu fyrir stæðin eða tók strætó. Ég sé ekkert að því að fólk sem sé með stæði fyrir utan skólann borgi eitthvað smá gjald. Það er reyndar ekki á stefnu neins flokks, en ef það ætti að vera á stefnu einhvers flokks, þá ætti það að vera á stefnuskrá íhaldsins. Bílastæði eru takmörkuð gæði og ekkert athyglisvert að menn borgi fyrir þau.

Ef við ætlum hins vegar að fara út í gjaldtöku, þá væri fáránleg forgangsröðun að taka fyrst upp skólagjöld (sem lenda á öllum) á undan stöðumælagjöldum (sem lenda væntanlega á þeim, sem hafa efni á að reka bíl).

Einar Örn sendi inn - 26.05.06 14:57 - (Ummæli #6)

Það er skemmtilegt að sjá hvernig umræða um smámálin mótast af stóru áherslum flokkanna.

Sú afstaða að skólagjöld séu réttlætanlegri en gjaldtaka fyrir bílastæði endurspeglar annarsvegar það hugarfar að nám sé aðeins uppskera fyrir einstaklinginn sjálfan, og hinsvegar þá skoðun að allir stúdentar séu á bílum og það sé sjálfsagt mál. Mikilvægi bílsins er hér á ákveðinn hátt metið fram yfir mikilvægi menntunar, if you will.

Ég, sem jafnaðarmaður, lít hinsvegar svo á að menntun sé auður þjóðfélagsins alls. Menntun einstaklinganna kemur öllum til góða og því þjóðfélagslega hagkvæmt og rétt að allir hafi jöfn tækifæri á menntun. Alls ekki allir stúdentar ferðast um á einkabílum enda er einkabíllinn stúdentum engin nauðsyn og að mínu mati ekkert réttlætismál að fólk fái að leggja bílum sínum frítt þar sem hentar. Myndi slíkt að mínu mati frekar flokkast undir kjarabót fyrir stúdenta, sem er auðvitað af hinu góða, en ekki réttlætismál á borð við jafnrétti til náms.

Arndís sendi inn - 26.05.06 16:14 - (Ummæli #7)

Að sjálfsögðu á HÍ að rukka bílastæðagjöld. Nemendur og starfsfólk sem notar bíl reglulega (sem m.v. íslenskan einkabílisma er líklegast 90%) gætu keypt bílastæðakort. Þannig ættu “lóðirnar” undir bílunum að sjálfsögðu að standa undir sér. Annað sem ætti að koma út úr þessu væri að HÍ byggði bílastæðahús á nokkrum hæðum, sem gæti auðveldlega staðið undir sér. Þannig myndi byggingalóðir losna fyrir háskólabyggingar og íbúðir, sem hægt væri að selja landið undir í stað þess að láta hverjum akandi nemanda 10 fm af malbiki eða möl.

En andstaða stúdenta við slíkar tillögur væri í takt við heimtifrekjuna sem þaðan kemur. Bílastæði eru tvímælalaust takmörkuð gæði, ekki síst þegar þau standa miðsvæðis og hvergi væri það talið “réttur” stúdenta að fá ókeypis bílastæði í miðborg nema í Reykjavík.

Ágúst sendi inn - 27.05.06 15:07 - (Ummæli #8)

Nú hefur Ágúst oft ásakað mig og aðra sem eru í hagsmunabaráttu fyrir stúdenta um heimtufrekju og enn og aftur er hann gera fólki upp skoðanir. Ágúst hefði ekki þurft að gera annað en að lesa kommentið frá Arndísi Stúdentaráðsliða (sem ég er varamaður fyrir) hér að ofan til að sjá að það líta ekki nærri allir á það sem rétt stúdenta að hafa bílastæði. Sjálfur tel ég að í framtíðinni muni bílastæðagjöld verða tekin upp við HÍ en það væri reyndar fáránlegt núna.

Ég veit ekki hve stór partur starfsfólks Háskólans er á bílum, fyrrverandi samstarfsfólk mitt í Bókhlöðunni er þó mikið fyrir Strætó, göngu og hjólareiðar enda lítið um stæði þar í kring. Meðal þeirra nemenda sem ég þekki til er minnihlutinn sem notar bíla. Sumir eru nógu heppnir að búa í nágrenninu og margir nota Strætó.

Það er ekki góð hugmynd að ætla að planta bílastæðishúsi við Háskólann. Þetta er eitt dýrasta ef ekki dýrasta byggingaland borgarinnar. Ef ég man rétt frá umræðum um þetta á deildarfundi þá myndi það kosta um tvær milljónir per stæði (ekki landið heldur mannvirkið sjálft).

Augljósa leiðin til að bjarga bílastæðamálum Háskólans, og bara borgarinnar almennt, er að efla Strætókerfið. Gera það ódýrara (fyrir farþega) og skilvirkara. Með tíð og tíma margborgar það sig.

Óli Gneisti sendi inn - 27.05.06 15:45 - (Ummæli #9)

Óli Gneisti, pointið með bílastæðahúsum, forsendan fyrir þeim, er að landið sem “sparast” m.v. að malbika landið sé meira virði en kostnaðurinn við að byggja bílastæðahúsið. Vandamálið fyrir Íslendinga hinsvegar er að þeir þurfa “amerísk” stæði fyrir pikkupana sína, sem ég vona að háskólafólk sé í minnihluta akandi um á. En ef þú byggir 200 stæða hús fyrir (nota þínar tölur, þó ég myndi halda að stórt hús væri hlutfallslega ódýrara) 400 milljónir á - segjum - 5 hæðum, þá “sparast” 4 hæðir. Þá er hæðin á 100 milljónir. M.v. 100 stæði með tilheyrandi erum við að tala um bærilega stórar lóðir. Það sem þyrfti til að fá húsið til að standa undir sér væru ca. 30 milljónir á ári plús kostnaður sem er tvímælalaust töluverður. Það er hinsvegar séríslenskur hugsunarháttur að land sé ótakmarkað svo framarlega sem það er ekki í byggðri götu. Ef Vatnsmýrin væri skipulögð með eðlilegum hætti myndu bílastæðin fyrir neðan aðalbygginguna t.d. allt í einu öðlast áþreyfanlegt virði.

Mergurinn málsins engu að síður er að HÍ og fleiri slíkar stofnanir eiga að taka um stöðumælagjöld. Ekki endilega í hagnaðarskyni, heldur til að standa undir þeim beina og óbeina kostnaði sem kemur til af þeim. Það fyrsta sem HÍ ætti því að gera væri að kaupa nokkur hlið og steypa kanta umhverfis stæðin þar sem slíkt er ekki. Ekki væri fjarri lagi að nemendur og starfsmenn borguðu á mánuði fyrir aðgang 7-8 þús. krónur og dagspassinn fengist á um 500 kr (sem á íslensku verðlagi eru heilir TVEIR kaffibollar!).

Það ræki margan nemandann í strætó og myndi fjölga þeim sem samnýta bílaför en það myndi vissulega ekki vera svo skelfileg afleiðing. :-)

Ágúst sendi inn - 27.05.06 17:58 - (Ummæli #10)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Ágúst: Óli Gneisti, pointið með bílastæðahúsum, forsendan ...[Skoða]
  • Óli Gneisti: Nú hefur Ágúst oft ásakað mig og aðra sem eru í ha ...[Skoða]
  • Ágúst: Að sjálfsögðu á HÍ að rukka bílastæðagjöld. Nemend ...[Skoða]
  • Arndís: Það er skemmtilegt að sjá hvernig umræða um smámál ...[Skoða]
  • Einar Örn: Sko, menn eru ansi duglegir við að gera mér upp sk ...[Skoða]
  • Mr. Wong: Menn mega ekki slóra í skólanum, heldur bara beint ...[Skoða]
  • Óli Gneisti: Einar sagði ekki að bílastæðagjöldin yrðu smotterí ...[Skoða]
  • Óli Gneisti: Það eru mikill miskilningur að halda að fólk sem h ...[Skoða]
  • Svansson.net: Þú virðist hafa gaman að því að setja upp gröf og ...[Skoða]
  • majae: Þú sækir ekki um námslán fyrir stöðumælagjöldum. Þ ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.