« Band of Horses | Aðalsíða | LOWEST ENERGY PRICES!! »

Helgin

5. júní, 2006

Ja hérna, Halldór hættur sem forsætisráðherra!


Helgin er búin að vera verulega góð - eða allavegana kvöldin. Fór útað borða með kærustunni og svo á smá pöbbarölt á föstudaginn og á laugardag fór ég í giftingu til vina minna. Drakk slatta af léttvíni og bjór, en gerði engan skandal, hélt engar ræður og hegðaði mér almennt séð nokkuð vel. Sem er framför frá fyrri brúðkaupum. Kannski hefur kærastan mín þessi áhrif á mig. Eða kannski er ég bara að þroskast.


Horfði á Bachelorette, sem er stórkostleg skemmtun. Annað eins samansafn af örvæntingarfullum karlmönnum er vanfundið. Einhvern veginn er það búið að stimpla inní hausinn á karlmönnum að konur þrái ekkert meira en karlmann, sem vill binda sig niður og eignast 5 börn. Allavegana þurftu flestir strákarnir að koma því að á fyrstu 5 mínútunum að þeir væru tilbúnir í fjölskyldu.

Einn af strákunum er 29 ára og hreinn sveinn af því að hann er að bíða framtil brúðkaups. Ég get skilið margt, en þessi ákvörðun er ekki eitt af því, sem ég get skilið.


5 dagar í HM og vika í Roger Waters. Það er gott mál.

Einar Örn uppfærði kl. 21:02 | 187 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (3)


Þú hlýtur að kætast yfir því :-)

Ágúst sendi inn - 06.06.06 05:20 - (Ummæli #1)

Meinarðu varðandi Halldór - eða hversu nálægt HM og RW eru?

Ef þú varst að tala um Halldór, þá veit ég ekki. Skiptir þetta okkur einhverju máli?

Einar Örn sendi inn - 06.06.06 23:28 - (Ummæli #2)

Ég er sannfærð um að það sé kærastan þín sem að hefur svona góð áhrif á þig… :-)

lilja sendi inn - 06.06.06 23:52 - (Ummæli #3)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • lilja: Ég er sannfærð um að það sé kærastan þín sem að he ...[Skoða]
  • Einar Örn: Meinarðu varðandi Halldór - eða hversu nálægt HM o ...[Skoða]
  • Ágúst: Þú hlýtur að kætast yfir því :-) ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.