« 16 liða úrslitin | Aðalsíða | HM - Breyttar áherslur »

Endurhönnun pólitík.is

28. júní, 2006

Vefrit Ungra Jafnaðarmanna, Pólitík.is fór í gegnum andlitslyftingu nokkru fyrir kosningu. Svosem ágæt breyting að sumu leyti, en ekki nógu góð að öðru leyti.

Það sem verst var við þessa breytingu er að greinatexti á síðunni varð algjörlega óhæfur til aflestrar á tölvuskjá. Finnst einhverjum t.d. þægilegt að lesa þessa grein?

Ég tók mig til og breytti aðeins til í CSS skjalinu og býð nú algerlega ókeypis uppá nýtt útlit á pólitík.is:

FYRIR
EFTIR breytingar EÖE

Er þetta ekki betra svona? Eða er þetta kannski bara í hausnum á mér?

(Á meðan að ég var að grúska í þessu rifjaðist það upp fyrir mér hversu æðislegur diskur David Byrne með David Byrne er. Já, Byrne er snillingur!)

Einar Örn uppfærði kl. 23:31 | 117 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (10)


Miklu betra, letri er fáránlega lítið í hinni útgáfunni.

Matti sendi inn - 29.06.06 00:56 - (Ummæli #1)

alltaf jafn skondið að lesa yfir færslunar þínar!!!

þess fyrir utan ef þú ætlar að lesa “langan” texta þá er einfaldlega best að prenta hann út… mun auðveldara að lesa það en skjáinn!!!

dögg sendi inn - 29.06.06 03:20 - (Ummæli #2)

Dögg, ég veit ekki hvort ég á að taka fyrra kommentinu sem hrósi eða dissi.

Og auk þess skil ég ekki seinna komentið. Er ekki sniðugt að gera fólki sem auðveldast að lesa net-texta á tölvuskjá? Það þarf eitthvað mikið að gerast til að ég nenni að prenta út greinar sem ég finn á netinu.

Auk þess á þetta á pólitík ekki bara við um lengri greinar, enda var greinin hans Magga alls ekki löng.

Einar Örn sendi inn - 29.06.06 08:09 - (Ummæli #3)

Skárra en til að gera þetta læsilegt þyrfti að breyta um leturgerð, ekki bara leturstærð.

JBJ sendi inn - 29.06.06 11:05 - (Ummæli #4)

Búinn að breyta um letur, úr Arial yfir í Verdana.

Einar Örn sendi inn - 29.06.06 11:33 - (Ummæli #5)

Mér finnst reyndar fínt að hafa letrið smátt. Það veitir betri yfirsýn en þetta hálfblindraletur sem er í þinni útgáfu.

Breidd textans finnst mér hinsvegar betri skv. þinni hugmynd.

En ég veit líka að vefurinn er enn í vinnslu. Sendu þessar athugasemdir þínar endilega á Teit ritstjóra.

Arndís sendi inn - 29.06.06 11:50 - (Ummæli #6)

Arndís, varðandi stærðina þá tók ég bara mið af tveimur vefjum, sem eru víðlesnir og hafa nýlega verið endurhannaður:

NY Times og Slate.

Báðir vefir eru með jafnstórt letur og eru einkar þægilegir aflestrar.

Einar Örn sendi inn - 29.06.06 13:58 - (Ummæli #7)

Hvort þetta er Arial eða Verdana skiptir engu máli uppá að vera læsilegt. Málið er að setning má ekki vera of löng og svo er það línubilið sem skiptir máli.

agli sendi inn - 29.06.06 16:40 - (Ummæli #8)

Getur einhver sagt mér hvernig ég kemst í gamlar greinar á politik.is ??? Þ.e. eldri en fyrstu 3 greinarnar.

Gullikr sendi inn - 29.06.06 19:02 - (Ummæli #9)

Það er ekki hægt eins og stendur. En verður væntanlega og vonandi breytt í bráð.

Arndís sendi inn - 02.07.06 15:10 - (Ummæli #10)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Arndís: Það er ekki hægt eins og stendur. En verður væntan ...[Skoða]
  • Gullikr: Getur einhver sagt mér hvernig ég kemst í gamlar g ...[Skoða]
  • agli: Hvort þetta er Arial eða Verdana skiptir engu máli ...[Skoða]
  • Einar Örn: Arndís, varðandi stærðina þá tók ég bara mið af tv ...[Skoða]
  • Arndís: Mér finnst reyndar fínt að hafa letrið smátt. Það ...[Skoða]
  • Einar Örn: Búinn að breyta um letur, úr Arial yfir í Verdana. ...[Skoða]
  • JBJ: Skárra en til að gera þetta læsilegt þyrfti að bre ...[Skoða]
  • Einar Örn: Dögg, ég veit ekki hvort ég á að taka fyrra kommen ...[Skoða]
  • dögg: alltaf jafn skondið að lesa yfir færslunar þínar!! ...[Skoða]
  • Matti: Miklu betra, letri er fáránlega lítið í hinni útgá ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.