« Oooga Chaka | Aðalsíða | Ferðapælingar »

Skortur á góðum drykkjum

8. júlí, 2006

Eitt, sem getur hugsanlega talist gott við veikindi er að ég losna við allt samviskubit sem tengist áti. Ef mig langar í kex með mjólk í morgunmat, popp í hádegismat og nammi í eftirmiðdagskaffi, þá fæ ég nákvæmlega ekkert samviskubit yfir því. Ég er veikur og á því að geta leyft mér slíkt.

Ég hef hins vegar komist að því að það er enginn einn drykkur í á þessu landi, sem mér finnst æðislega góður. Dags daglega drekk ég mjólk og vatn og svo sódavatn. Ég hætti fyrir nokkrum árum að drekka kók og því fæ ég mér aðeins Pepsi Max einstaka sinnum (eftir djamm aðallega).

Í þessari veikindapásu langaði mig í eitthvað ofboðslega gott að drekka og hollustan var engin fyrirstaða. Fékk mér því Coca Cola, sem eftir margra ára bindindi bragðast bara hreint ekki vel. Það sama á við um Pepsi fyrir mig og í raun Pepsi Max líka. Ég varð því eiginlega bara að gefast upp eftir smá tíma og biðja um að keypt yrði handa mér Sítrónu Kristall.

Það þykir mér magnað. Að í veikindum, þá gat ég ekki fundið neinn óhollan drykk sem mig langaði meira í en kolsýrt vatn með sítrónubragði. Það er e-ð hálf sorglegt við það.Þegar ég fór að tala um þetta við kærustuna mína, þá gat ég bara rifjað upp tvo drykki, sem (í minningunni allavegana) mig myndi langa í akkúrat núna.

  1. Fanta með Greip bragði. Venjulegt Fanta er einhver allra versti gosdrykkur á jörðinni. Hins vegar þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir nokkrum árum þá fór ég með vini mínum í dagsferð yfir til Kólumbíu. Þar í einhverjum litlum landamærabæ settumst við inná veitingastað og sáum Fanta í gulum og fjólubláum umbúðum, sem hét “Fanta Toronja” eða Fanta Greip.

    Kannski var það hitinn og uppbyggður þorsti, en okkur fannst við aldrei hafa bragðað jafn góðan drykk. Við enduðum á að drekka 4-5 dósir yfir þá nokkru klukkutíma sem við vorum í Kólumbíu og tókum svo með okkur fullt aftur til Venezuela.
  2. Fanta með Greip bragði kemst þó ekki nálægt uppáhaldsdrykknum mínum, hinu brasilíska Guaraná. Guaraná er búið til úr samnenfdri jurt og hefur því örvandi áhrif. Það varð sennilega ekki til að minnka aðdáun mína á drykknum, en aðallega var það bragðið sem gerði mig algjörlega háðan drykknum á ferðalagi mínu um Brasilíu. Ég drakk allavegana 3-4 glös á dag í Brasilíu og þegar ég nálgaðist landamæri Paragvæ þá byrjaði ég að auka neysluna umtalsvert, því ég gerði mér ekki grein fyrir því að drykkurinn væri líka til þar.

    Frá þeirri ferð hef ég aldrei séð Guaraná til sölu. Ég leitaði talsvert að drykknum í Bandaríkjunum, en fann ekki (fann hins vegar fullt af búðum sem seldu perúska viðbjóðinn Inca Cola). Það hefur sennilega gert Guaraná ennþá betra í minningunni.

Þannig að niðurstaðan úr þessum gosdrykkjapælingum hjá mér í dag var sú að mig langaði ótrúlega mikið í tvo Suður-Ameríska gosdrykki, en nákvæmlega ekkert í drykkina sem voru til útí Melabúð. Ég fékk mér því bara sítrónubragðbætt sódavatn.

Einar Örn uppfærði kl. 20:26 | 501 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (3)


Djöfull er ég hjartanlega sammála, Inca Cola er ógeðslegt!

Annars er Fanta Fruit Cocktail besti Fanta drykkurinn með Mango, Ananas og papaya sem fæst í Ghana! Fanta Greip er í öðru sæti í besta falli :-)

Helgi sendi inn - 09.07.06 07:13 - (Ummæli #1)

mmmmm…..ég elska guaraná, var algjörlega háð því í Paragvæ! Hvað ég myndi gefa til að fá þennan drykk hérna!

Ég er alveg sammála þér, með þetta takmarkaða úrval af gosi hér á landi, ég fæ mér reyndar alltaf pepsi max, en ég hlýt að fá ógeð á því á endanum

Hauður Freyja sendi inn - 09.07.06 12:08 - (Ummæli #2)

Mæli með Fanta með jarðaberjabragði! Þó ég hafi nú hvergi séð það nema í Egyptalandi.. En Inca cola er viðbjóður, þar erum við sammála.

Annar Einar sendi inn - 10.07.06 23:57 - (Ummæli #3)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2002

Leit:

Síðustu ummæli

  • Annar Einar: Mæli með Fanta með jarðaberjabragði! Þó ég hafi nú ...[Skoða]
  • Hauður Freyja: mmmmm.....ég elska guaraná, var algjörlega háð því ...[Skoða]
  • Helgi: Djöfull er ég hjartanlega sammála, Inca Cola er óg ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.