« The Office | Aðalsíða | Castro í jogging-galla »

Fegurðardrottning, penthouse íbúð og sportbílar

12. ágúst, 2006

Kosturinn við að fara í klippingu á margra mánaða fresti einsog ég geri er sá að ég hef alltaf nóg af lesefni, því ég get farið í gegnum slúðurblöð síðustu vikna. Í Hér & Nú fyrir einhverjum dögum birtist viðtal við íslenska stelpu. Þar segir m.a.

screenshot001.jpg

Ok, meikar sense. Hún heillast fyrst og fremst af einlægum og heiðarlegum strákum og segjist sjá í gegnum glamúr heiminn. Hún neitar svo í framhaldinu að tjá sig um einkalíf og strákamál í viðtalinu. Viðtalið endar svo svona:

screenshot2.jpeg

Allt frekar saklaust. Það er tekið fram að hún hlær í enda setningarinnar, þannig að hún er væntanlega að gantast með það að sportbílar og penthouse íbúðir séu hlutir, sem henni finnst vera mikilvægir í lífinu. Fyrir þetta viðtal fær hún sæta mynd af sér á forsíðunni með þessari fyrirsögn:

Sportbíll og Penthouse er það sem gleður mig

Semsagt, blaðamenn H&N láta það líta einsog þetta sé beint kvót í hana, sem er rugl. Þetta er umorðuð setning, sem hún sagði í gríni.

Ætli megi ekki ætla að svona 30 sinnum fleiri sjái forsíðu Hér & Nú en lesi blaðið. Það þýðir að yfirgnæfandi meirihluti fólks fær það sama á tilfinninguna og ég fyrst þegar ég sá forsíðuna - það er að Tinna væri að tala um hrifningu sína á strákum, sem ættu sportbíla og penthouse íbúð. Allavegana skildu einhverjir lesendur hjá Katrínu þetta þannig. Það er ólíklegt að almenningur fái mikið álit á henni við að fá þær upplýsingar.

Það má vel vera að hún hafi samþykkt þessa fyrirsögn og að þessi lýsing smellpassi við hana. En af viðtalinu að dæma, þá virkar þetta ansi ósanngjarnt.

Einar Örn uppfærði kl. 16:36 | 271 Orð | Flokkur: Fjölmiðlar



Ummæli (14)


Þegar ég vann á Fréttablaðinu voru fyrirsagnir ekki bornar undir viðmælendur eða sourca - og ég leyfi mér að stórefast um að Hér&nú geri sér far um það.

svansson sendi inn - 12.08.06 18:54 - (Ummæli #1)

:-)
Þessi blöð eru svoddan vibbi… gefa ekki skít í neitt eða neinn. Oj bara

geimVEIRA sendi inn - 13.08.06 17:38 - (Ummæli #2)

Ég man nú eftir einni stelpu sem sagðist í gríni vera alger hnakkamella. Það kom heldur illa út fyrir hana. Svo það eru ekki bara slúðurblöðin sem velja fyrirsagnir eftir hentugleika.

Palli sendi inn - 15.08.06 00:28 - (Ummæli #3)

vá þessi sluðurblöð eru svo léleg þetta minnir mig bara á paparazzi myndina og eftir hana hataði ég svokallaða paparazzi fólk!!!

gunni sendi inn - 15.08.06 01:05 - (Ummæli #4)

eftir að ég sá paparazzi myndina þá hataði ég paparazzi myndina!

Gísli sendi inn - 15.08.06 01:39 - (Ummæli #5)

BMW X5 er jeppi frá BMW. En er á ENGANN hátt sportbíll.

Alveg magnað að heiladauðir blaðamenn kynni sér ekki svona hluti!

Maggi sendi inn - 15.08.06 02:08 - (Ummæli #6)

ogghhh ég er búnað fá 166 hits frá þér í dag.. kids af b2 aftur komnir inn:-)

katrín sendi inn - 15.08.06 10:55 - (Ummæli #7)

MÉR FYNNST ÞESSI SIÐA HJÁ ÞÉR ANSI GÓÐ ÞÚ 10+ FYRIR ÞESSA SNILDAR SIÐU OG HALLTU ÁFRAM Á ÞESSARI BRAUT

Jón Óskar sendi inn - 15.08.06 12:56 - (Ummæli #8)

X5 jeppinn er nú alveg vel sportlegur.

Finni litli sendi inn - 15.08.06 15:30 - (Ummæli #9)

Katrín, ekkert að þakka! :-)

Einar Örn sendi inn - 15.08.06 17:11 - (Ummæli #10)

Finni Litli.

Þó svo að þú segir að hann sé sportlegur, myndiru flokka hann sem sportbíl?

Og nei, hann er nú ekkert rosalega sportlegur. Hann er bara með smooth línur og röff útlit.

Maggi sendi inn - 15.08.06 17:41 - (Ummæli #11)

já svo stendur í Séð og Heyrt að Bríet Sunna sé með arfgengar sjúkdóm og sé að missa heyrnina :-) það er engin í ættinni með þennan sjúkdóm og ekkert að eyrunum í henni og hún talaði aldrei við þá og öll þessi opna var bara uppspuni :-)

Bjössi sendi inn - 18.08.06 13:45 - (Ummæli #12)

Enda held eg nu ad allir vissu ad Her og Nu er og hefur verid einstakt Sorbtimarit sidan that kom ut fyrst . ekki timans virdi ad lesa that

eythor sendi inn - 18.08.06 20:08 - (Ummæli #13)

jú Sunna talaði við þá.. hún er heyrnaskert á öðru eyra en ekki heyrnalaus! :-) þau spurðu hana hvort að þetta væri arfgengt, og hún sagði nei, :-) djös rugl er það… þeir bulluðu bara geðveikt mikið en hún talaði samt við þau, —out :-)

rakst eitthvern veginn á þessa síðu, sigga sendi inn - 27.08.06 13:42 - (Ummæli #14)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2002 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • rakst eitthvern veginn á þessa síðu, sigga: jú Sunna talaði við þá.. hún er heyrnaskert á öðru ...[Skoða]
  • eythor: Enda held eg nu ad allir vissu ad Her og Nu er og ...[Skoða]
  • Bjössi: já svo stendur í Séð og Heyrt að Bríet Sunna sé me ...[Skoða]
  • Maggi: Finni Litli. Þó svo að þú segir að hann sé sportl ...[Skoða]
  • Einar Örn: Katrín, ekkert að þakka! :-) ...[Skoða]
  • Finni litli: X5 jeppinn er nú alveg vel sportlegur. ...[Skoða]
  • Jón Óskar: MÉR FYNNST ÞESSI SIÐA HJÁ ÞÉR ANSI GÓÐ ÞÚ 10+ FYRI ...[Skoða]
  • katrín: ogghhh ég er búnað fá 166 hits frá þér í dag.. kid ...[Skoða]
  • Maggi: BMW X5 er jeppi frá BMW. En er á ENGANN hátt sport ...[Skoða]
  • Gísli: eftir að ég sá paparazzi myndina þá hataði ég papa ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.