« Castro í jogging-galla | Aðalsíða | Efsta stig þynnku »

Þróunarkenningin

15. ágúst, 2006

Vísindablað hefur gefið út niðurstöður í könnun þar sem athugað er hvort fólk trúi á þróunarkenninguna.

Ísland er efst á listanum - en um 80% Íslendinga virðast trúa á þróunarkenninguna.

figure.gif

Samkvæmt þessum sama lista þá trúa minna en 40% Bandaríkjamanna á þróunarkenninguna. Magnað!

Einar Örn uppfærði kl. 16:37 | 43 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (9)


Vildi hr. ritstjóri vera svo vænn að geta heimildar :-)

Ágúst sendi inn - 15.08.06 16:57 - (Ummæli #1)

Æ, úps - er komið núna.

Einar Örn sendi inn - 15.08.06 17:10 - (Ummæli #2)

Skemmtilega orðað, trúa á þróunarkenninguna ;>

Gunnar sendi inn - 15.08.06 17:22 - (Ummæli #3)

Í upphaflegu greininni er talað um “public acceptance of evolution”.
Það er reyndar alveg steikt að vera vísindamaður hér í BNA. Ég þekki meira að segja bráðgáfaða vísindamenn sem halda því fram að steingerfingar séu bara samsæri. Og það þarf endalaust að vera að ræða trúmál í vísindaumhverfinu hér. Frekar þreytandi!

Erna sendi inn - 15.08.06 18:07 - (Ummæli #4)

Ég leyfi mér nú samt yfirleitt að setja smá varnagla við svona “trúmála”-skoðanakannanir. Af þeirri einföldu ástæðu að það er svo auðvelt að svara þeim léttúðlega.

Þegar kynntar eru t.a.m. kannanir um skoðanir múslima í Evrópu kemur yfirleitt í ljós að stór hluti telji sharia-lög vera æskilegt fyrirkomulag.

Það skiptir svo ofboðslega miklu máli hvernig er spurt; hvernig spurningin er orðuð. Annað, hversu margir svöruðu spurningunni og ef svarhlutfallið var ekki mjög hátt, hvaða ástæður eru fyrir því etc.

Það eru t.a.m. ákveðnir hópar fólks líklegri til að svara ekki könnunum en aðrir. Þess vegna verður alltaf að fylgja krossanir í könnuninni við aðrar spurningar. Krossanir við aldur, stöðu, menntun etc.

Almennt séð finnast mér spurningar sem spyrja svona “loðið” oft ekki sannfærandi. Spurningin í Bandaríkjunum er skv. greininni

Beginning in 1985, national samples of U.S. adults have been asked whether the statement, “Human beings, as we know them, developed from earlier species of animals,” is true or false, or whether the respondent is not sure or does not know.
Skv. greinni hefur líka breytingin frá 1985 verið þessi: True 45->40%, false 48->39% og don’t know 7-21%. Þetta mætti túlka að dregið hafi saman með hópunum en þeir sem eru óvissir hafi fjölgað. Þetta mætti rekja t.d. til þess að í fleiri sýslum hafi þróunarkenningunni verið hent út.

Þegar Bandaríkjamönnum var gefin spurning með 5 möguleikum í stað þriggja var niðurstaðan

About a third of American adults firmly rejected evolution, and only 14% of adults thought that evolution is “definitely true.” Treating the “probably” and “not sure” categories as varying degrees of uncertainty, ~55% of American adults have held a tentative view about evolution for the last decade.
Þetta ætti ekki að koma á óvart: dogmað er sterkara á þeim enda spektrúmsins sem trúarbrögð móta.

Þessi þriðjungur myndi án efa aðspurður svara því svo að þróunarkenninguna ætti ekki að kenna í skólum. Ef spurningin væri krossuð við t.d. fóstureyðingu kæmi án efa í ljós að yfir 95% væri á móti þeim í þessum hópi.

Þróunarkenningin er ekki málefni sem snertir marga beinlínis. Það má hinsvegar vel bera saman þessa umræðu við þá um fóstureyðingar, eða sem lítinn skugga þeirrar umræðu. Stóri munurinn e.t.v. er sá að núna styðja næstum tvöfalt fleiri réttinn til fóstureyðinga en þeir sem vilja hann burt. Þar sem fleiri og fleiri láta það málefni sig varða væri illmögulegt fyrir m.a.s. Bush að setja alríkisbann á fóstureyðingar. Það sama gildir ekki endilega þegar kemur að stem cells rannsóknum. Kannski megi þarna nota orð Nixons um “hinn þögla mikla meirihluta”.

Það væri áhugavert að sjá annað “mórals issue” með svipuðu stöplariti ef spurt væri um réttindi samkynhneigðra. Bandaríski herinn rak víst tvo á dag úr hernum í fyrra fyrir slíkar syndir, sem er metár. Og þá væri það aftur spurningin, væri spurt hvort samkynhneigð væri synd (sem sjálfsagt nokkuð margir ættu hægt um vik að svara játandi í Evrópu) eða hvort banna ætti samkynhneigt “athæfi” (sem sjálfsagt (áðurnefndur) þriðjungur Bandaríkjamanna gæti vel hugsað sér að sjá).

Ágúst sendi inn - 15.08.06 20:54 - (Ummæli #5)

Annars er áhugavert að skoða myndirnir í fylgiskjalinu með greininni: http://www.sciencemag.org/cgi/data/313/5788/765/DC1/1

Þar kemur líka í ljós að 78% Bandaríkjamanna trúa á að yfir milljónir ára aðlagist sumar tegundir og plöntur á meðan aðrar deyja út. 16% passa og aðeins 9% segja að það sé rangt.

Skemmtileg spurning er hvort fyrstu mennirnir lifðu innan um risaeðlur. Sannkristnir myndu auðvitað neita þessu þar sem lítið er um risaeðlur í hinni helgu bók. Og þeir sem þekkja eitthvað af þróunarsögunni myndu hafna þessu líka. 28% finnst þetta fín hugmynd fyrir því og aðeins 51% hafna þessu.

Athyglisverðast er samt að við staðhæfingunni

Human beings were created by God as whole persons and did not evolve from earlier forms of life.
…segja 62% já og amen við en bara 36% nei!

Athyglisvert ósamræmi svörum fimmta hvers svaranda.

Ágúst sendi inn - 15.08.06 21:45 - (Ummæli #6)

Til hamingju með daginn! :-)

Mary sendi inn - 17.08.06 23:13 - (Ummæli #7)

En truir ekki samt helmingur af Islendingum afram a alfa og huldufolk? :-) :-) :-)

Einar I Lux sendi inn - 19.08.06 11:51 - (Ummæli #8)

Það var einmitt frétt um það (á mbl) fyrir skömmu að þróunarkenningin hefði verið tekin út sem kennsluefni einhversstaðar í norður miðríkjunum (Montana eða North-Dakota ef ég man rétt).

Einhversstaðar sækir núverandi Bush fylgið sitt. Í því tilliti hefði súlan “false” betur verið blá hér að ofan (og “true” rauð).

Þá er einnig merkilegt hve hátt hlutfall fermist hér á landi, m.t.t. þess hve trúin á sköpunarsöguna er lág. Það mætti túlka sem hræsni á einhvern hátt.

Þrándur sendi inn - 19.08.06 13:18 - (Ummæli #9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • Þrándur: Það var einmitt frétt um það (á mbl) fyrir skömmu ...[Skoða]
  • Einar I Lux: En truir ekki samt helmingur af Islendingum afram ...[Skoða]
  • Mary: Til hamingju með daginn! :-) ...[Skoða]
  • Ágúst: Annars er áhugavert að skoða myndirnir í fylgiskja ...[Skoða]
  • Ágúst: Ég leyfi mér nú samt yfirleitt að setja smá varnag ...[Skoða]
  • Erna: Í upphaflegu greininni er talað um "public accepta ...[Skoða]
  • Gunnar: Skemmtilega orðað, **trúa á** þróunarkenninguna ;> ...[Skoða]
  • Einar Örn: Æ, úps - er komið núna. ...[Skoða]
  • Ágúst: Vildi hr. ritstjóri vera svo vænn að geta heimilda ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.