« ágúst 26, 2006 | Main | ágúst 30, 2006 »

Flickr kortasnilld

ágúst 28, 2006

Ég er rétt búinn að hrósa Flickr fyrir það hversu mikil snilld sú síða er þegar þeir bæta inn enn einni snilldinni, kortum.

Inní Flickr kerfið er semsagt búið að bæta inn þeim eiginleika að maður getur sett inn nákvæmlega hvar myndirnar voru teknar og svo getur maður séð þær á korti, annaðhvort á teiknuðu korti eða með gervihnattamynd. Þetta virkar auðvitað best með Bandaríkjunum, þar sem gervihnattamyndir af Bandaríkjunum eru í miklu betri gæðum en til dæmis myndirnar af Íslandi.

Ég prófaði þetta áðan og setti inn á kort allar myndirnar úr Bandaríkjaferðinni minni. Gæðin á kortunum eru svo góð að ég get sett myndirnar niður á nákvæmlega þá byggingu, þar sem þær eru teknar. Þið getið skoðað kortið hér. Nota bene, veljið endilega “hybrid” eða “satellite” í hægra horninu, þá sjáiði gervinhattamynd, sem er verulega flott.

138 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Myndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33