« Krókódílar og skötur | Aðalsíða | Dansmyndband »

What's so funny...?

4. september, 2006

Ég hef sennilega aldrei talað um aðdáun mína á Elvis Costello hér á þessari síðu. Fyrir einhverjum 10 árum kynnti Eunice vinkona mín mig fyrir honum þegar við sátum saman útá svölum á hótelinu okkar á eyjunni Margarítu og hún spilaði fyrir mig “I want you”. Auðvitað vissi ég hver Costello var, en áður en hún spilaði lagið fyrir mig, þá hafði ég ekki mikið hlustað á hann.

Núna 10 árum síðar er hann einn af mínum uppáhalds-tónlistarmönnum. En ég þekki ansi fáa, sem deila aðdáun minni á honum. Það er auðvitað synd. Ég var ákveðinn í að skella inn lagi með honum og velti því aðeins fyrir mér hvað ég ætti að velja. Í raun komu 3 uppáhaldslögin mín með Costello til greina: “(What’s So Funny ‘Bout) Peace Love & Understanding”, “I Want You” og “Party Girl”.

Ég fann svo á Youtube vídeó í góðum gæðum með “(What’s So Funny ‘Bout) Peace Love & Understanding”. Þar sem það lag er gjörsamlega æðislegt og myndbandið er klassískt Costello moment, þá set ég það hérna inn. Njótið!

Í framhaldinu mæli ég svo með Armed Forces fyrir Costello byrjendur. Hún er algjörlega frábær.

Einar Örn uppfærði kl. 18:16 | 191 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (5)


Costello er snillingur, en sammála, það eru voða fáir sem ég þekki sem hlusta á hann eða gefa sér tíma til að gera það. Man samt ekki hvað uppáhaldslagið mitt með honum heitir :-)

Silja sendi inn - 04.09.06 18:54 - (Ummæli #1)

Mitt uppáhalds Costello lag er Shipbuilding í flutningi Graham Coxon, fyrrum gítarleikara Blur. Hann tók það einhvern tímann í þætti hjá John Peel. Ógeðslega flott!

Arnar O sendi inn - 04.09.06 22:44 - (Ummæli #2)

Costello er snillingur. Sá sem segir annað er of upptekinn við að þykjast vera cool og hreinlega viðurkennir ekki snilligáfu mannsins.

Armed Forces er brilliant plata. Cover Belle & Sebastian á Olivers Army gefur mér alltaf sæluhroll.

Gummi Jóh sendi inn - 04.09.06 23:31 - (Ummæli #3)
En ég þekki ansi fáa, sem deila aðdáun minni á honum. Það er auðvitað synd.

Isss, þú hefur bara verið að spyrja vitlaust fólk! Leyfi mér að vísa í ummælin hér að ofan máli mínu til rökstuðnings :-)

Jensi sendi inn - 06.09.06 11:39 - (Ummæli #4)

Ok, ég vissi ekki að þú værir Costello aðdáandi :-)

Einar Örn sendi inn - 06.09.06 23:45 - (Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Ok, ég vissi ekki að þú værir Costello aðdáandi :- ...[Skoða]
  • Jensi:
    En ég þekki ansi fáa, sem deila aðdáun ...[Skoða]
  • Gummi Jóh: Costello er snillingur. Sá sem segir annað er of u ...[Skoða]
  • Arnar O: Mitt uppáhalds Costello lag er Shipbuilding í flut ...[Skoða]
  • Silja: Costello er snillingur, en sammála, það eru voða f ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.