« Aðalmeðferð | Aðalsíða | Fléttulistabull »

Frakki, Stones og fleira

16. nóvember, 2006

Í kvöld endurheimti ég frakkann minn. Alveg síðan á laugardagskvöld þegar ég staulaðist útaf Ölstofunni um miðja nótt, þá hefur hann hangið þar á snaga. Annaðhvort eru gestir Ölstofunnar svona mikið sómafólk eða þá að þeim fannst frakkinn ekki nógu fallegur til að stela.

En hann er kominn aftur. Og það er reykingarlykt af honum. Ótrúlegt en satt!


Damien Rice diskurinn nýji hefur einangrað iTunes spilunina mikið síðan að ég kom heim.

Merkilegra en það er að ég held að ég sé að byrja að fíla Rolling Stones! Það hélt ég að myndi aldrei gerast. Ég kenni The Departed um. Meira um það síðar.


Já, og Milton Friedman er dáinn. Ef ég væri jafnmikill hagfræðinörd og ég var fyrir nokkrum árum, þá myndi ég eflaust nenna að skrifa um það. En ég hef breyst.

Einar Örn uppfærði kl. 19:03 | 136 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (2)


Mér finnst þú eigir hiklaust að skrifa um Friedman. Ertu orðinn alveg afhuga hagfræðinni?

Bibbi sendi inn - 17.11.06 09:42 - (Ummæli #1)

Nei, kannski ekki alveg afhuga, en áhuginn hefur dofnað. :-)

Einar Örn sendi inn - 18.11.06 21:52 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2003 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Nei, kannski ekki alveg afhuga, en áhuginn hefur d ...[Skoða]
  • Bibbi: Mér finnst þú eigir hiklaust að skrifa um Friedman ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.