« Frakki, Stones og fleira | Aðalsíða | Einar Örn klikkar »

Fléttulistabull

16. nóvember, 2006

Ooooo, svona vitleysa fer í taugarnar á mér.

Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur.

Þetta er bull! Það að ég sé á móti fléttulistum þýðir ekki að ég telji að karlar séu hæfari en konur. Ég vel á lista í prófkjörum eftir hæfileikum. Það getur einfaldlega komið upp sú staða að það séu mun fleiri hæfir karlar í framboði en konur. Er það virkilega svo óhugsandi?

Ég efast ekki um það í eina sekúndu að konur á Íslandi eru jafnhæfar og karlmenn. Það er útaf því að allt Ísland er talsvert stórt mengi af fólki, um 300.000. Ef við tökum hins vegar pínulítið mengi einsog prófkjör í einu kjördæmi þar sem eru um 20 manns í framboði, þá er það næstum því pottþétt að annaðhvort séu karlarnir hæfileikaríkari eða þá að konurnar séu hæfileikaríkari. Það eru býsna takmarkaðar líkur á því að í svo litlum hópi séu þau alveg jafn hæfileikarík.


Karlar og konur hafa jafnan möguleika til að kjósa í prófkjöri og það er engin ástæða til þess að halda að kjósendur í prófkjöri hygli sérstaklega karlmönnum af einhverjum einkennilegum ástæðum. Það hlýtur einfaldlega að vera að í þeim kjördæmum þar sem karlar fái betri niðurstöðu séu karlframbjóðendur betri, og í þeim kjördæmum þar sem kvenframbjóðendur fái betri niðurstöðu (einsog t.d. Samfylking RVK), þá séu kvenframbjóðendurnir betri (að mínu mati var t.d. enginn vafi um það hjá Samf. í RVK).

Hvernig öðruvísi er hægt að skýra það út að hjá sama flokknum (Samfylkingunni) séu konur í fjórum af átta efstu sætunum í Reykjavík, en bara í ein kona í fimm efstu sætunum á Suðurlandi? Eru einhverjar líkur á að tveir 5000 manna hópar, sem báðir kjósa sama flokkinn, hagi sér svona ólíkt - að kjósendur í Suðurkjördæmi haldi almennt að karlar séu betri þingmenn, en að kjósendur í Reykjavík haldi almennt séð að konur séu betri þingmenn?

Er það ekki þá líklegra að kvenframbjóðendur í Reykjavík hafi einfaldlega verið frambærilegri en kvenframbjóðendur á Suðurlandi? Er það ekki líklegra heldur en að almenningur á Suðurlandi hafi eitthvert annað álit á kvenþjóðinni heldur en almenningur í Reykjavík?

Má ekki treysta því að kjósendur séu almennt nógu skynsamir til þess að kjósa ekki á lista eftir kynferði?

p.s. Í því prófkjöri, sem ég tók þátt - þá endaði listinn minn sem fléttaður - en það var hrein tilviljun. Ég taldi einfaldlega að þetta væri besta röðunin - alveg ótengt því hvort frambjóðendur væru karlar eða konur.

Einar Örn uppfærði kl. 21:59 | 450 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (1)


Umræðan hefur eimitt verið að þróast í átt að kjarnanum, eins og þú lýsir honum.

Kvennahreyfing var stofnuð innan Samfylkingarinnar með það markmið helst að hvetja konur til stjórnmálaþátttöku og í prófkjör.

Held að það sé ágætt skref og mun nær rótum vandans.

Jensi sendi inn - 17.11.06 16:54 - (Ummæli #1)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2003 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Jensi: Umræðan hefur eimitt verið að þróast í átt að kjar ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.