« Afmæli | Aðalsíða | Ég á Mæspeis 2.0 »
Ég á Mæspeis
Af því að ég er svo hipp og kúl og móðins og allt það, þá setti ég upp Myspace síðu einhvern tímann síðasta sumar. Eyddi um hálftíma í það verkefni, fattaði ekki hvað var svona spennó við þetta og gafst upp.
Þangað til að í síðustu viku hafði ég ekkert að gera og ákvað að setja eitthvað inná þessa blessuðu síðu. Þannig að hún núna uppfærð og þú getur m.a. hlustað á uppáhaldslagið mitt í dag á prófílnum mínum.
Ógisslega spennó, ekki satt?
Allir aðrir sem ég skoða eiga svona 3-400 vini. Ég á hins vegar 13, sem er ekkert sérstaklega merkilegur árangur. Ég stefni kannski ekki alveg á 300, þar sem ég held að ég geti ekki munað fleiri nöfn en svona 50.
En allavegna, hér eftir verð ég þekktur sem Myspace.com/einaro. Mun ég því ekki svara öðrum nöfnum.
Ummæli (10)
Þetta er allt annað.
Og það að kalla mig tískulöggu er álíka mikið misnefni og að kalla þig FH-ing. En þegar menn líta út eins og sófi á myndum getur jafnvel ólíklegustu mönnum blöskrað …
Slefandi, gjörsamlega! Ef þú verður ekki búinn að fá friend-add frá enskri stelpu sem þú þekkir ekkert fyrir helgina skal ég hundur heita!
Ég er ekki með MySpace-síðu. Prófaði af forvitni í sumar, komst að því að þessar síður bjóða ekki upp á nokkurn skapaðan hlut nema þú sért í hljómsveit, og lokaði henni því aftur.
Þú ert svo æstur. Hvernig vogarðu þér að svara af slíkum hroka og með slíkum persónulegum árásum, bara af því að ég er ósammála þér?
Þú ert alltaf svo neikvæður og leiðinlegur. ÓÞOLANDI!!
Farðu bara og stofnaðu þitt eigið blogg um Mæspeis ef þú getur ekki haldið þig á mottunni!
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
|
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Ummæli:
|
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Leit:
Síðustu ummæli
- Einar Örn: Þú ert alltaf svo neikvæður og leiðinlegur. ÓÞOLA ...[Skoða]
- Kristján Atli: Þú ert svo æstur. Hvernig vogarðu þér að svara af ...[Skoða]
- Einar Örn: Ok, that's it - ég er hættur að tala við þig! ...[Skoða]
- Kristján Atli: Ég er ekki með MySpace-síðu. Prófaði af forvitni í ...[Skoða]
- Einar Örn: Og af hverju ertu þá ekki búinn að bæta mér á Mysp ...[Skoða]
- Kristján Atli: Slefandi, gjörsamlega! Ef þú verður ekki búinn að ...[Skoða]
- Einar Örn: Ok, ef þú værir semsagt "myspace hóra" einsog þú k ...[Skoða]
- Kristján Atli: Þetta er allt annað. Og það að kalla mig tískulög ...[Skoða]
- Einar Örn: Hey, ekkert svona! Mér fannst þetta svo fín mynd. ...[Skoða]
- Kristján Atli: Gastu ómögulega fundið betri mynd af sjálfum þér? ...[Skoða]
Myndir:
Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33
Gastu ómögulega fundið betri mynd af sjálfum þér? Hvernig ætlastu til að MySpace-hórurnar þarna úti reyni við þig ef þú lítur út eins og sófi með höfuð?