« Vodka | Aðalsíða | Fréttir? »

Ég komst áfram, ég er að fara til Reykjavíkur maður!

1. desember, 2006

Nú horfði ég allavegana á tvo þætti af hinu íslenska Ædoli og tel mig því vera sérfræðing um það fyrirbrigði. Samt get ég ekki fyrir mitt litla líf séð hver er munurinn á Idol og X-factor fyrir utan það að eldra fólki er hleypt inn. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?

Jú, kynnirinn er umtalsvert sætari en Simmi og Jói. Það er þó eitthvað.

Ég er búinn að horfa á þetta með öðru auganu á meðan ég rembist við að setja nöfn við allar myndirnar, sem ég tók i Asíu. Ég kom með um 1.000 myndir heim en er búinn að eyða út 400 myndum. Sem skilur 600 myndir eftir, sem er einmitt hreinasta geðveiki. Þetta verður eilífðarverkefni.

Einar Örn uppfærði kl. 21:26 | 119 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (4)


Ekki spes þættir og löng auglýsingahlé. En tók einmitt eftir þessari setningu… “… til Reykjavíkur maður”. Það var fyndið og sætt.

Björk sendi inn - 01.12.06 22:24 - (Ummæli #1)

Jamm, þetta var að mínu mati fyndnasta línan í íslensku sjónvarpi síðan að Batselorinn náði toppnum með Nizza kommentinu :-)

Einar Örn sendi inn - 02.12.06 20:20 - (Ummæli #2)

Já snilldar komment alveg hreint :-)

Hjördís Yo sendi inn - 02.12.06 23:03 - (Ummæli #3)

sko það verður svo skipt í þrjá hópa.. yngri en 25, eldri en 25 og hópar.. svo fær hver dómarinn einn af hópunum og á að þjálfa hann upp og svo er keppni á milli þeirra líka..

you get it?

ég horfði smá á breska x-factor einu sinni. það var skemmtilegt því simon cowell og sharon ozzbourne voru meðal dómara..

katrín sendi inn - 04.12.06 09:51 - (Ummæli #4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • katrín: sko það verður svo skipt í þrjá hópa.. yngri en 25 ...[Skoða]
  • Hjördís Yo: Já snilldar komment alveg hreint :-) ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jamm, þetta var að mínu mati fyndnasta línan í ísl ...[Skoða]
  • Björk: Ekki spes þættir og löng auglýsingahlé. En tók ein ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.