« Löndin, sem ég hef heimsótt | Aðalsíða | Greyið ég! »

Playa

7. desember, 2006

Vegna alheims-samsæris veðurfræðinga þá eru veðurfréttir á sama tíma á Stöð 2 og RÚV. Þar sem veðurfréttir eru leiðinlegasta sjónvarspefni í heimi, þá skipti ég oft á einhverja aðra stöð á þeim tíma. Í kvöld gerðist það og Seinfeld á Sirkus varð fyrir valinu.

Sirka tveim klukkutímum síðar er búið að vera kveikt á Sirkus og ég fatta að á stöðinni er þáttur sem heitir “The Player”, þar sem einhverjir vanir gaurar reyna að sjarmera sætar stelpur með höstl tækni sinni. Þetta er ekki merkilegt. Það sem er merkilegra er að Player eða playa einsog við köllum þetta í Compton er á íslensku þýddur sem “bósi”!

Nú spyr ég, vantar ekki eitthvað fínt orð yfir “player”? Strákar í USA monta sig af því að vera “player”, en ég sé ekki alveg stráka á Íslandi monta sig af því að vera “bósar”. “Ég er meiriháttar bósi” hljómar ekki neitt voðalega kúl. Einhverjar tillögur?

Einar Örn uppfærði kl. 21:22 | 152 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (6)


“Ég er atvinnumaður!”

?

Kristján Atli sendi inn - 07.12.06 22:50 - (Ummæli #1)

Nei, það er ekki að virka.

Hérna eru annars ansi margar skilgreiningar á hugtakinu.

Einar Örn sendi inn - 07.12.06 23:23 - (Ummæli #2)

hiphoparar á íslandi tala bara um leikmenn.. mér finnst það alveg kúl

en guð hvað þetta er vondur þáttur

katrín sendi inn - 08.12.06 09:36 - (Ummæli #3)

Þetta eru mjög vondir þættir en samt er hægt að hlæja að vitleysunni sem vellur upp úr hverjum einasta keppanda. Svo er “the player operator” skemmtilegra en Pandora’s Box í Paradise Hotel. Don’t hate the player, hate the game :-)

Sjonni sendi inn - 08.12.06 10:28 - (Ummæli #4)

Já, ég hafði ekki einu sinni þolinmæði í nema 10 mínútur af þættinum. Það er takmarkað sem þessi Dawn gella gat haldið mér við skjáinn á útlitinu einu. :-)

Einar Örn sendi inn - 08.12.06 18:41 - (Ummæli #5)

Heyrði einhversstaðar fyrir nokkru “hann er fagmaður” …
Tillaga að þýðingu.

Þrándur sendi inn - 11.12.06 17:35 - (Ummæli #6)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Þrándur: Heyrði einhversstaðar fyrir nokkru "hann er fagmað ...[Skoða]
  • Einar Örn: Já, ég hafði ekki einu sinni þolinmæði í nema 10 m ...[Skoða]
  • Sjonni: Þetta eru mjög vondir þættir en samt er hægt að hl ...[Skoða]
  • katrín: hiphoparar á íslandi tala bara um leikmenn.. mér f ...[Skoða]
  • Einar Örn: Nei, það er ekki að virka. Hérna eru annars ansi ...[Skoða]
  • Kristján Atli: "Ég er atvinnumaður!" ? ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.