« Uppboð 2006: Geisladiskar P-W | Aðalsíða | Milton! »
ISG og GH í Kastljósi
Í kjölfar Kastljósþáttarins áðan vil ég bara segja:
Mikið er ég þakklátur fyrir þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli vera formaður míns flokks en ekki Geir Haarde.
Af orðum og stolti Geirs Haarde í þættinum mætti halda að bankar og fjármagnstekjuskatturinn væri umtalsverður hluti af tekjum ríkissjóðs. Núna er ég ekki stærðfræðingur, en ég heyrði þrjár tölur í dag. Leiðréttið mig ef mér misheyrðist.
Fjármagnstekjuskattur skilaði 19 milljörðum á síðasta ári
Bankarnir borguðu 10 milljarða í skatta
Ríkisútgjöld verða 356 milljarðar á næsta ári.
Það þýðir að bankar og fjármagnstekjuskattur borga því 8% af útgjöldum ríkisins. Við hin borgum svo 92%.
Breytingartillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum eru árás á bændur samkvæmt Geir Haarde. Af hverju stíga menn ekki bara skrefið til fulls og sameina alla framsóknarmenn í einum stórum Íhaldsflokki?
Já, og hvalveiðarnar eru bara einhver flipp tilraun samkvæmt Geir. Við ætlum að skjóta hvali og svo tékka svo hvort við getum selt kjötið.
En ég spyr, af hverju að stoppa við hvali? Af hverju prófum við ekki að gefa út kvóta á 200 ketti í Reykjavík og sjáum hvort við getum selt kjötið af þeim? Það væri skemmtileg tilraun.
Ummæli (5)
Fyrir nokkrum árum var það ríkissjóður sem dældi peningum í bankana en ekki öfugt eins og nú. Og hvað fékk ríkið mikið af fjármagnstekjum í sinn vasa fyrir tíu árum?
Og hvað skildi ríkið græða miklar skatttekjur af fyrirtækjum eins og Bakkavör, Össurri, Baugi, Alcan og fleirum?
Við erum hér að tala um tugi milljarða og ef ekki væri fyrir bankana og þessi stóru fyrirtæki þá værum við venjulegt fólk í landinu að borga miklu hærri skatta eða þá að velferðarkerfið okkar væri ekki neitt neitt.
Já, með fullri virðingu þá veit ég það vel, Björg.
Málið var að ISG hélt því fram að gríðarleg útþensla ríkisins væri að hluta til fjármögnuð með því að ríkið seilist hlutfallslega meira í vasa þeirra efnaminni en áður. Þetta hefur verið sannað.
Það er mikilvægast punkturinn og sá punktur sem að Geir reyndi að gera lítið úr með því að blása út með þessari ræðu um hversu þakklát við eigum að vera bönkunum og fjármagnseigendum.
Já já, þessi fyrirtæki eru æðislega frábær og allt það. En málið er að bilið milli ríkra og fátækra er að aukast á Íslandi og það er að stóru leyti þessari ríkisstjórn að kenna. Sama hvað Geir kvartar yfir því að ISG grípi frammí fyrir honum, þá er þetta staðreynd.
Gleymum því ekki að það eru stór fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum sem lifa ágætu lífi. Þar eru hins vegar ekki þeir launalægstu skattlagðir svona hátt í hlutfalli við aðra einsog hér á Íslandi.
Ég er nú svo skrítinn skrúfa að ég sé afskaplega lítið eftir þeim skattgreiðslum sem ég hef borgað í gegnum tíðina, ég hef ekki séð betur en að ég hafi fengið eitthvað fyrir þá og það sem skiptir mig meiru máli, í gegnum tíðina hefur ríkt mikill jöfnuður hér á klakanum og nánast stéttlaust samfélag. Lengi hef ég sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé 10% flokkur með 35-40% fylgi. Ég sef svosem rólegur þó að mikið af fólki eigi mikið meira af peningum en ég. Það sem ég þoli hinsvegar illa er þegar fólk sem hefur minnst milli handanna sé að niðurgreiða skattaafslátt þeirra sem mest eiga. En til að svara allavega einni spurningu Bjargar þá eru skattgreiðslur flestra þessara fyrirtækja hverfandi litlar þegar á heildar kökuna er litið. Minnir meira að segja að Baugur hafi verið að greiða skatt í fyrsta sinn í ár, en það gæti verið misminni.
Það er mjög villandi að tala um að ríkissjóður hafi dælt peningum í bankana. Fyrir einkavæðingu þeirra var afar sjaldgæft að bankarnir þyrftu að fá fé frá ríkinu og taldist til stórtíðinda í hvert sinn. Og þá eins og nú voru þeir stærstu skattgreiðendur á Íslandi.
Þeir voru vitaskuld miklu minni en nú er og athafnafrelsi þeirra takmarkaðra fyrir ýmissa hluta sakir (það átti við um fleiri banka í Evrópu).
En það er algjör óþarfi að tala eins og bankarnir hafi verið einhver beiningarmaður hér á landi fyrir 2003.
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
|
|
Ummæli:
|
Leit:
Síðustu ummæli
- Á: Það er mjög villandi að tala um að ríkissjóður haf ...[Skoða]
- elmar: Ég er nú svo skrítinn skrúfa að ég sé afskaplega l ...[Skoða]
- Einar Örn: Já, með fullri virðingu þá veit ég það vel, Björg. ...[Skoða]
- Björg: Fyrir nokkrum árum var það ríkissjóður sem dældi p ...[Skoða]
- elmar: já eða hunda, það er kanski markaður fyrir hundakj ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Myndir:
Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33
já eða hunda, það er kanski markaður fyrir hundakjöt í Kína.