« Uppboð: Áminning | Aðalsíða | 6 ára »

Hættulegustu vegir í heimi

18. desember, 2006

Hérna er skemmtilegt blogg um hættulegustu vegi í heimi. Þrátt fyrir margar hryllingssögur af rútuferðum sem ég hef birt á þessari síðu, þá hef ég ekki upplifað að ferðast um neinn af þessum vegum.

Okkur Emil bauðst þó að ferðast um veginn sem er talinn sá næst hættulegasti, en það er vegurinn frá La Paz í Bólivíu til Yungas. Við heyrðum þvílíkar sögur af rútuferðum á þessum vegi (bílhræ fyrir neðan veginn, fullir bílstjórar og svo framvegis) og ákváðum því að þrátt fyrir að við gætum hugsanlega stært okkur af þessari rútuferð alla ævi, þá væri það varla áhættunnar virði.

Í stað þess ákváðum við að fara til Potosí í ferð, sem er án efa hræðilegasta rútuferð ævi minnar. Hún átti minnir mig að vera 7 tímar, en endaði á því að vera 19 tímar þar sem við festumst uppá einhverju fjalli á því sem átti að heita vegur, en gat varla talist mikið merkilegra en drulluslóð. Fyrir framan okkur var ung mamma með nokkur lítil börn, sem grétu nánast stanslaust alla ferðina. Sú rútuferð var alveg nógu erfið fyrir mig. :-)

Einar Örn uppfærði kl. 20:37 | 182 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.