« Samkeppni | Aðalsíða | Wade »

Leiðinlegustu fréttir ársins

27. desember, 2006

Jæja, er ekki voðalega vinsælt að hafa svona topplista fyrir árið. Þetta voru að mínu mati leiðinlegustu fréttir ársins 2006:

  1. Baugsmálið: Enn eitt árið er þetta leiðinlegasta fréttaefnið. Þetta mál náði að vera pínku spennó þegar öll þessi persónulegu email komu upp. En á þessu ári hafa fréttir um Baugsmálið verið 100% leiðindi. Hver er hæfur, hver er vanhæfur, who gives a fuck? Geta menn ekki bara klárað þetta mál? Það hefur enginn gaman af þessu, ekki Baugsmenn, ekki ríkið og svo sannarlega ekki við hin.
  2. Allar fréttir um íslenska fjölmiðla. Þá sérstaklega fréttir um RÚV frumvarpið.
  3. Fréttir um launamál flugumferðarstjóra. Getur ekki einhver fréttamaður tékkað á því hvort ríkið sé að brjóta á flugumferðarstjórum? Ef svo er, þá má gagnrýna ríkið. En ég nenni ekki að hlusta á 20 fréttir þar sem ríkið segir eitt og þessir flugumferðarstjórar annað. Af hverju geta fréttamenn ekki bara kannað málið í stað þess að spyrja bara þá sem deila? Fyrir flughræddan mann einsog mig, þá vil ég ekki vita til að þessir menn séu í fýlu.
  4. Fréttir af milliuppgjöri fyrirtækja. Hvergi annars staðar í heiminum er milliuppgjörum fyrirtækja slegið upp sem fyrstu fréttum á vefútgáfum dagblaða með öðrum almennum fréttum.
  5. Fréttir af matsfyrirtækjum. Ég leyfi mér að fullyrða að langflest fólk hefur ekki hugmynd um hvað þessi matsfyrirtæki eru að bralla. Segið mér hvaða áhrif þetta hefur á bankabókina mína og þá get ég kannski gert mér upp áhuga. Og ég er hagfræðingur!
  6. Allar fréttir sem fela í sér viðtöl við börn. Meðal annars fréttir um að nú séu að koma jól, hvítasunna, páskar, sumar og 17.júní. Einnig fréttir með viðtölum við jólasveina.

Ég er ábyggilega að gleyma einhverju. Einhverjar hugmyndir?

Einar Örn uppfærði kl. 18:12 | 285 Orð | Flokkur: Fjölmiðlar



Ummæli (14)


Alveg sammála þér með barnaviðtölin, það er óþolandi hvernig fréttamenn leikstýra viðtölunum með spurningum eins og: “Lærðirðu kannski að allir eiga að vera góðir á jólunum?” þá er fréttamaðurinn hvort sem er búinn að svara spurningunni.

Svo á líka að banna sýningar á brúðkaupum kóngafólks, sennilega leiðinlegasta sjónvarpsefni sem ég veit um.

Siggi sendi inn - 27.12.06 19:03 - (Ummæli #1)

Mig langar að láta banna fréttaflutning tengdan dauða Díönu prinsessu. Það eru rúm níu ár síðan og enn er sagt frá því nánast fremst í fréttatíma beggja sjónvarpsstöðva ef eitthvað nýtt kemur fram.

Málið er einfalt: hún flúði ljósmyndara, bílstjórinn var drukkinn og keyrði of hratt, þau keyrðu á, þau dóu. End of story.

Kristján Atli sendi inn - 27.12.06 19:50 - (Ummæli #2)

Kirkjusókn Íslendinga á jólunum…

Gísli sendi inn - 27.12.06 20:56 - (Ummæli #3)

Já, ég gæti líka sett inn allar “ekki fréttirnar” einsog að það væri í alvöru fólk í Kringlunni að skipta jólagjöfum í dag, eða að það sé mikið að gera á dekkjaverkstæðum þegar það snjóar og svo framvegis.

Hvar eruð þið að sjá allar þessar Díönu fréttir? Eruði áskrifendur að Hello?

Einar Örn sendi inn - 27.12.06 21:32 - (Ummæli #4)

Hello? Ég sagði báðar fréttastofurnar í íslensku sjónvarpi, ekki erlend slúðurrit. :-) Þetta var einhvern tímann í haust, það kom frétt þess eðlis að það væri búið að úrskurða að þetta hefði verið slys. Eins og menn hefðu þurft níu ár til að fatta það. Og hver man ekki eftir lausmælta þjóninum hennar frá því í fyrra?

Kristján Atli sendi inn - 27.12.06 22:12 - (Ummæli #5)

Og hver man ekki eftir lausmælta þjóninum hennar frá því í fyrra?

Kristján, nú ert þú búinn að koma upp um þig. Þú lest Hello!

Einar Örn sendi inn - 27.12.06 22:43 - (Ummæli #6)

:-) Nei!!! Þetta var rætt í fokking Ísland í dag!!?! Er ég umkringdur bjánum hérna eða … ? :-)

Kristján Atli sendi inn - 27.12.06 23:27 - (Ummæli #7)

Þú ert algerlega kominn útí horn, Kristján. :-)

Einar Örn sendi inn - 27.12.06 23:32 - (Ummæli #8)

Sæll Einar, ég er að mestu leiti sammála þér um þennan vinsældarlista en það vantar eitt að mínu mati. Það er þegar er verið að taka viðtöl við gamalt fólk, misjafnlega áttað og fréttamaðurinn/konan talar við viðkomandi eins og hann sé hálfviti eða smábarn!! Annars langar mig til að óska þér gleðilegs árs og farsældar á nýja árinu. Bloggið þitt er alltaf skemmtilegt

Oddrún sendi inn - 28.12.06 11:58 - (Ummæli #9)

þú gleymdir öllum fréttum um árna johnsen zzzzzzz

katrín sendi inn - 28.12.06 13:43 - (Ummæli #10)

Það gæti líka verið gaman að taka saman allar fréttirnar um hann Magna okkar blessaða yndislega æðislega …og allt það ómægodd!

Jensi sendi inn - 28.12.06 18:08 - (Ummæli #11)

ég þoli ekki fréttir um það hversu margir fóru í gegnum Leifsstöð í hverjum mánuði.

Gummi Jóh sendi inn - 28.12.06 22:23 - (Ummæli #12)

Takk, Oddrún.

Og já, Árni, Magni og Leifsstöðvarfréttir eiga alveg erindi á listann.

Einar Örn sendi inn - 29.12.06 18:06 - (Ummæli #13)

Heyrðu! Ég held ég sé búinn að finna leiðinlegasta fréttaefni ársins, það er vel að titlinum komið, því það var í fréttum nánast allt árið.

Leiðinlegustu fréttir ársins: skeggið á Loga Bergmann!

Það var á forsíðum nokkurra blaða bæði þegar það kom og þegar það fór. Í millitíðinni var það til umfjöllunar í saumaklúbbum landsmanna!

Jensi sendi inn - 30.12.06 13:38 - (Ummæli #14)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Jensi: Heyrðu! Ég held ég sé búinn að finna leiðinlegasta ...[Skoða]
  • Einar Örn: Takk, Oddrún. Og já, Árni, Magni og Leifsstöðvarf ...[Skoða]
  • Gummi Jóh: ég þoli ekki fréttir um það hversu margir fóru í g ...[Skoða]
  • Jensi: Það gæti líka verið gaman að taka saman allar frét ...[Skoða]
  • katrín: þú gleymdir öllum fréttum um árna johnsen zzzzzzz ...[Skoða]
  • Oddrún: Sæll Einar, ég er að mestu leiti sammála þér um þe ...[Skoða]
  • Einar Örn: Þú ert algerlega kominn útí horn, Kristján. :-) ...[Skoða]
  • Kristján Atli: :-) Nei!!! Þetta var rætt í fokking Ísland í da ...[Skoða]
  • Einar Örn: >Og hver man ekki eftir lausmælta þjóninum hennar ...[Skoða]
  • Kristján Atli: Hello? Ég sagði báðar fréttastofurnar í íslensku s ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.