« PC | Aðalsíða | BEARS!!! »

EJ

20. janúar, 2007

Ég er ennþá að baksa við að komast yfir þá staðreynd að fyrsta frétt í fréttatíma Stöðvar 2 áðan var um það að Elton John væri að spila í afmæli hjá forstjóra Samskipa.

HVERJUM ER EKKI SAMA?

Ég næ ekki almennilega þessum auðmannafréttum, sem stanslaust dynja á okkur. Hvað varðar okkur um það hvort að Elton John eða Duran Duran séu að spila í einkapartýjum hjá ríkum Íslendingum? Á þetta að ala á öfund hjá okkur sem var ekki boðið eða hvað? Eiga fréttir ekki að snúast um eitthvað sem okkur varðar? Af hverju eru slúðurfréttir komnar inní alvöru fréttatíma? Er ekki nóg að lesa um þetta í Séð & Heyrt?


Þessu laugardagskvöldi ætla ég að eyða í leti, sem sætir tíðindum miðað við dagskrá undanfarinna helga. Sem minnir mig á að ég þarf eftir einhverjum leiðum að redda mér VIP korti á Vegamótum. Um síðustu helgi eyddi ég næstum því klukkutíma (eða mér fannst það allavegana vera nærri klukkutími) í biðröð þar fyrir utan og var sú bið farinn að hafa veruleg áhrif á líkamshita minn, enda ég bara í þunnum leðurjakka.

Ég er búinn að stunda þennan stað í fokking 5 ár, borða þarna oft í mánuði og enda þarna alltaf þegar ég djamma.


For The Widows In Paradise, For The Fatherless In Ypsilanti með Sufjan er æðislegt lag. Já, og ég drap Flappie.

Einar Örn uppfærði kl. 19:54 | 228 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (5)


Öfundin á Íslandi er rosaleg. Ég er ósjaldan búin að grípa fyrir andlitið þegar ég hef verið að skoða spjallþræði í gær og í dag þar sem fólk hneykslast á afmæli Óla Samskip. Virðist sem enginn megi hafa það gott og vera klár í viðskiptum hér á landi!

Hjördís Yo sendi inn - 21.01.07 15:44 - (Ummæli #1)

ohh ég var einmitt að semja blogg um þetta sama í huganum.. þeas þetta með ríkramannadótið.. fáááránlegt að verað skipta sér af því hvað fólk á að gera við peningana sína

ég ætlað farað eipa á fólk í búðum “HAH?? NÝIR SKÓR??? VEISTU HVAÐ ÞÚ GÆTIR KLÆTT OG FÆTT MÖRG INDVERSK BÖRN FYRIR ÞENNAN PENING??”

katrín sendi inn - 21.01.07 19:25 - (Ummæli #2)

Má maðurinn ekki nota peningana sína í hvað sem honum sýnist? Hann gaf fullt af peningum til góðgerðarmála líka… en má hann ekki hafa Elton John í afmælinu sínu ef honum langar?

ps. geturu reddað VIP fyrir mig líka á vegamótum? :-) Var brjáluð röð þarna í gær…

Pálína sendi inn - 21.01.07 20:24 - (Ummæli #3)

Málið er þetta alls ekki eins einfalt eins og þið viljið halda. Hann fékk víst peningana bara upp í hendurnar frá ríkinu út af einhverri bankasölu. Þ.e.a.s. hann fékk pening sem var þjóðarinnar og allan í sinn vasa.

Þetta er næstum svipað og ef Páll Magnússon myndi kaupa RÚV á 10 milljarða og selja RÚV svo aftur fyrir 100 milljarða.

Þá myndi einhver segja, “Páll er bara klár í viðskiptum”. Nei, ef þetta á að vera sambærilegt við Ólaf þá hefði Páll náð að kaupa RÚV út af klíkuskap, vera í rétta floknum o.s.frv..

Það auðgast nær enginn um tugi milljarða á Íslandi nema með því að vera óheiðarlegur, vera í klíku nema að hvort tveggja sé.

Ingvi sendi inn - 21.01.07 22:56 - (Ummæli #4)

Ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann græddi þessa peninga.

Það sem mér finnst aðallega sorglegt er að fólk skuli nenna því að velta sér uppúr þessu. Af hverju er það fyrsta frétt í kvöldfréttum að hann sé að halda eitthvað afmælisboð? Hvað varðar mig um það?

Mér finnst þetta bara vera slúður fréttir og þær varða mig álíka mikið og það hvar Britney Spears borðar í kvöld. Þetta á ekki heima á milli alvöru frétta.

Einar Örn sendi inn - 21.01.07 23:06 - (Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2005 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Ég hef ekki hugmynd um það hvernig hann græddi þes ...[Skoða]
  • Ingvi: Málið er þetta alls ekki eins einfalt eins og þið ...[Skoða]
  • Pálína: Má maðurinn ekki nota peningana sína í hvað sem ho ...[Skoða]
  • katrín: ohh ég var einmitt að semja blogg um þetta sama í ...[Skoða]
  • Hjördís Yo: Öfundin á Íslandi er rosaleg. Ég er ósjaldan búin ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.