« Ó Celíne | Aðalsíða | Serrano Hringbraut opnar »

Tveir dagar í opnun

24. janúar, 2007


Þetta er hvorki meira né minna en fyrsta myndin, sem er tekin af mér og Emil fyrir framan Serrano stað. Við höfum rekið Serrano í 4 ár án þess að láta taka af okkur mynd saman.

En hérna er hún allavegana komin - við fyrir framan afgreiðsluna á nýjum Serrano stað á Hringbraut. Staðurinn mun opna klukkan 10 á laugardaginn.

Það er búið að vera rosalega gaman hjá mér að undanförnu við að klára mál tengdum staðnum. Í dag gerðist ansi mikið og útlitið að staðnum tók virkilega að mótast. Á morgun, fimmtudag munum við klára að stilla upp tækjum og svo er planið að taka prufu keyrslu á eldhúsinu á föstudaginn og opna á laugardaginn.

Við munum opna með 2 fyrir 1 tilboði á burrito og quesadilla bæði laugardag og sunnudag. Tilboðið gildir bara á Hringbraut og ég hvet auðvitað alla til að koma.

:-)

Einar Örn uppfærði kl. 23:15 | 146 Orð | Flokkur: Vinna



Ummæli (15)


Hvað með 1 fyrir 0 tilboð á föstudaginn í prufukeyrslunni?

Annars gott að vera kominn með fyllerís/þynnkumatinn fyrir helgina strax, er ekki örugglega opið milli 6 og 8 aðfararnótt sunnudagsins? :-)

Daði sendi inn - 25.01.07 10:48 - (Ummæli #1)

Namm. Ég mæti :-)

Gummi Halldórs sendi inn - 25.01.07 14:19 - (Ummæli #2)

Maður mætir

einsidan sendi inn - 25.01.07 15:38 - (Ummæli #3)

Snilld! :-)

Gaui sendi inn - 25.01.07 16:57 - (Ummæli #4)

Úúú … ég er búinn að skrifa eina Burrito á matseðilinn á laugardag. :-)

Kristján Atli sendi inn - 25.01.07 17:05 - (Ummæli #5)

Þvílík og önnur eins vonbrigði að vera á Akureyri á þessari stundu… Sendið þið nokkuð í póstkröfu?

Jæja, ég kem í mars í heimsins besta quesedillas :-)

Hjalti sendi inn - 25.01.07 17:13 - (Ummæli #6)

Nei, Hjalti - engin póstkrafa. :-)

Annars hlakka ég bara til að sjá alla á staðnum.

Einar Örn sendi inn - 25.01.07 20:17 - (Ummæli #7)

Ég mæti, pooooottttþétttt! Váh hvað ég er fegin að þurfa ekki í Kringluna alltaf þegar mig langar í uppáhalds skyndibitann minn. Sjáumst!!!!

Já og til hamingju svona fyrirfram, lúkkar vel á þessari mynd (staðurinn skoh)!! :-)

Berit sendi inn - 25.01.07 22:24 - (Ummæli #8)

Takk. Mér finnst alveg jafngaman að fá Serrano hrós einsog að fá sjálfur hrós. :-)

Einar Örn sendi inn - 25.01.07 23:32 - (Ummæli #9)

Ógisslega Toff!!!!!

Haudur Freyja sendi inn - 26.01.07 03:05 - (Ummæli #10)

Já ég er meiriháttar ánægð með þetta og mæti um helgina eins og þeir hérna fyrir ofan! :-) Til lukku…

Hjördís Yo sendi inn - 26.01.07 10:00 - (Ummæli #11)

Til hamingju með þetta. Dett inn á bloggið þitt stundum og er nýbúinn að uppgötva Serrano.

Einfaldlega brilliant og frábært að fá það í vesturbæinn!

Rúnar Ágúst sendi inn - 26.01.07 20:25 - (Ummæli #12)

til lukku! hlakka rosalega mikið til að sjá staðinn

katrín sendi inn - 26.01.07 20:34 - (Ummæli #13)

Tek undir með Hjalta… bömmer að vera á Ak á svona stundu. Er það ekki næsti markhópurinn? :-)

Fannsa sendi inn - 27.01.07 13:13 - (Ummæli #14)

Takk öll!

Takk kærlega! :-)

Einar Örn sendi inn - 28.01.07 00:24 - (Ummæli #15)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2005 2003

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.