« Bækur á ferðalagi | Aðalsíða | Desktop »

Super Bowl XLI (uppfært kl 2.45)

4. febrúar, 2007

Og allir saman nú:

Let’s go Bears! Let’s go Bears!


Löng nótt framundan.


Uppfært í hálfleik kl 00.58: Staðan er 19-14 fyrir Indianapoli. Nei, fokking A - Vinatieri klikkaði!!! Staðan er 16-14. Ja hérna.

Sko, ef ég væri í partíi - þá væri ég búinn að finna uppá þeim drykkjuleik að maður ætti að drekka í hvert skipti sem að lýsandinn á Sýn segir að Chicago sé lélegt í einhverju. Ef ég hefði leikið þann leik hefði ég drepist í þriðja leikhluta í síðasta leik og væri sennilega ekki í formi til að skrifa þessi orð núna.

Ég spái því að Rex eigi eftir að gera eitthvað stórkostlegt í seinni hálfleik og að hann tryggi Bears sigurinn. Þið lásuð það hér fyrst. Vinatieri klikkar, Grossman hetjan. Jammmmmm…

Já, svo getur maður horft á bandarísku Super Bowl auglýsingarnar hér.


Uppfært 01:17 Fínt að nota hálfleikinn í að kíkja á auglýsingarnar. Þessar eru bestar að mínu mati:

Wedding Auction


Snickers Kiss



Bud Light Slap





Uppfært (2:04): Úfff, ég er orðinn verulega þreyttur - Bears undir og maturinn í húsinu að verða búinn. Gróf upp einhverja örbylgju-súkkulaðiköku sem fyrrverandi kærastan mín keypti síðasta sumar. Hún var ekki góð (kakan það er).

Kakan var samt betri en þessi lýsandi á Sýn. Mér skilst á honum að Rex Grossman sé ekki góður leikstjórnandi!!! Ef hann myndi ekki minna á það á 10 sekúndna fresti þá myndi ég sennilega gleyma því.

KOMA SVO!!!


Uppfært 2.44: Jæja, staðan 29-17 og Colts með boltann og fimm mínútur eftir. Ég er farinn að sofa.

Andskotinn!

Jæja, ég verð þá bara að treysta því að Cubs og Bulls verði meistarar.

Einar Örn uppfærði kl. 22:04 | 275 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (11)


Lets go Bears!!!! Sammála Come on you Bears

Sindri sendi inn - 04.02.07 22:30 - (Ummæli #1)

Let´s go Colts. Let´s go Colts.

Sóknin er besta vörnin.

Hagnaðurinn sendi inn - 04.02.07 22:38 - (Ummæli #2)

Hagnaður, hvernig er hægt að halda með liði frá Indianapolis???

Einar Örn sendi inn - 04.02.07 23:20 - (Ummæli #3)

Touchdown.

Þetta er svipað og halda með liði frá Liverpool, Barcelona, Durham, Los Angeles eða hvaða borg sem er. Maður heldur með liðinu, en ekki borginni.

Annars er ég Tampa maður í NFL. :-)

Hagnaðurinn sendi inn - 04.02.07 23:29 - (Ummæli #4)

Þvílík byrjun :-)

Sindri sendi inn - 04.02.07 23:39 - (Ummæli #5)

Úff þetta lítur ekki vel út og þessi spá þín er alveg að snúast við :-)

Sindri sendi inn - 05.02.07 02:40 - (Ummæli #6)

Jamm, þessi spá var nú meiri óskhyggja. :-)

Einar Örn sendi inn - 05.02.07 02:47 - (Ummæli #7)

það var alveg sorglegt undir lokinn hvað þulurinn var hlutdrægur… ég hef aldrei heyrt þul gera jafn lítið úr liði á ævinni… “ótrúlegt að þeir séu bara þrem stigum undir” þegar staðan var 19-16..

um að gera að hafa skoðun… en þetta var full gróft..

Árni sendi inn - 05.02.07 12:29 - (Ummæli #8)

Jammm, það síðasta sem sárþjáði Bears aðdándinn ég þurfti á að halda var að einhver besservissi minnti mig á það á 5 sekúndna fresti hversu illa sóknin væri að leika. Gjörsamlega óþolandi.

Einar Örn sendi inn - 05.02.07 13:20 - (Ummæli #9)

Múhahahaha.. hef ekkert vit á íþróttinni, en er ennþá að hlægja að auglýsingunum! Snickers-auglýsingin er sknííílld! :-)

Fannsa sendi inn - 05.02.07 18:09 - (Ummæli #10)

sammála seinasta kommenti!! mér fannst þessi örbylgju kaka líka áhugaverð :-) soldið piparsveinalegt :-)

Elín sendi inn - 05.02.07 22:54 - (Ummæli #11)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2006

Leit:

Síðustu ummæli

  • Elín: sammála seinasta kommenti!! mér fannst þessi örbyl ...[Skoða]
  • Fannsa: Múhahahaha.. hef ekkert vit á íþróttinni, en er en ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jammm, það síðasta sem sárþjáði Bears aðdándinn ég ...[Skoða]
  • Árni: það var alveg sorglegt undir lokinn hvað þulurinn ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jamm, þessi spá var nú meiri óskhyggja. :confus ...[Skoða]
  • Sindri: Úff þetta lítur ekki vel út og þessi spá þín er al ...[Skoða]
  • Sindri: Þvílík byrjun :-) ...[Skoða]
  • Hagnaðurinn: Touchdown. Þetta er svipað og halda með liði frá ...[Skoða]
  • Einar Örn: Hagnaður, hvernig er hægt að halda með liði frá In ...[Skoða]
  • Hagnaðurinn: Let´s go Colts. Let´s go Colts. Sóknin er besta v ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.