« Jólakort | Aðalsíða | Liverpool - Barca »

Sýn

20. febrúar, 2007

Í kvöld er stórleikur á Spáni þar sem að Real Madrid og Bayern Munchen spila.

Á sjónvarpsstöðinni Sýn á hins vegar að sýna Manchester United og fokking Lille! Í alvöru talað, þessi dýrkun Sýnar á enskum liðum er fullkomlega fáránleg.

Og svo komst ég að því að það er ekki nóg að borga 5000 kall á mánuði til Sýnar - því ég fæ bara eina Sýnar stöð í kvöld. Til að fá hliðarrásir, sem að sýna spennandi efni sirka 3svar sinnum á ári - þá þarf maður að borga auka gjald, samtals um 7.300 krónur á mánuði!

Mögnuð þjónusta!

Einar Örn uppfærði kl. 19:41 | 99 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (13)


og þetta er rásin sem mun sýna enska boltann á næsta ári… :-)

Árni sendi inn - 20.02.07 20:03 - (Ummæli #1)

Þessvegna er ég með gervihnattadisk! Þar get ég horft á það sem ég vil, þegar ég vil, með góðum lýsurum sem fara ekki alltí einu að bulla um að afi einhvers hafi nú verið sjómaður mikill, inn í miðjum leik!!!! :-)

Marella sendi inn - 20.02.07 20:03 - (Ummæli #2)

Ég bý í blokk í Vesturbænum. Það að setja upp gervinhattadisk er ekki auðvelt mál, annars væri ég með slíkt.

Vá hvað þetta er fáránlegt val á leik! Ég er ekki að komast yfir þetta - er frekar á netinu en að horfa á þetta.

Og hvað ætla þeir eiginlega að rukka fyrir enska boltann? Ætli við sjáum ekki 5 stafa tölu.

Einar Örn sendi inn - 20.02.07 20:05 - (Ummæli #3)

Players? :-)

Sindri sendi inn - 20.02.07 20:18 - (Ummæli #4)

Ég er að kaupa Sýn af því að ég nenni ekki á Players nema þegar að Liverpool er að spila. Ég vil geta séð hina leikina heima hjá mér.

Einar Örn sendi inn - 20.02.07 20:33 - (Ummæli #5)

Markaðurinn hlýtur að ráða þessu einsog öðru. Mun fleiri sem vilja horfa á Man.Utd en Real Madrid því miður.

Gunnar sendi inn - 20.02.07 21:40 - (Ummæli #6)

Fyrst þú ert á netinu, afhverju horfir þú þá ekki bara á leikinn yfir netið.

Kaldhæðni að Real - Bayern (magnaður leikur) var í sjónvarpinu hjá mér á meðan United (ekki svo góður leikur) var í tölvunni :-)

Daði sendi inn - 20.02.07 21:47 - (Ummæli #7)

Markaðurinn hlýtur að ráða þessu einsog öðru. Mun fleiri sem vilja horfa á Man.Utd en Real Madrid því miður.

Já, ég skil það viðhorf. En ég leyfi mér að fullyrða að fólk sem heldur ekki með Man U vilji frekar horfa á Real-Bayern. Ég myndi segja þetta sama ef að Liverpool væri að spila við Lille. Þá myndi ég einfaldlega fara á bar til að horfa á leikinn þar.

En Sýn á að sýna bestu leikina.

En hvernig horfi ég á þetta á netinu???

Einar Örn sendi inn - 20.02.07 21:57 - (Ummæli #8)

Og svo er það víst orðið samdóma álit sérfræðinga á Sýn að Cristiano Ronaldo sé besti leikmaður í heimi.

Ja hérna… :-)

Einar Örn sendi inn - 20.02.07 22:00 - (Ummæli #9)

C. Ronaldo átti lélegan leik, án vafa!

TV-Ants, SOP Cast og TVU eru þau 3 forrit sem ég nota, horfi á allan United leikinn án þess af hafa eitt stopp og er bara nokkrum sekúndum á eftir sjónvarpinu miðað við prófanir síðustu helgi.

Ég nota svo listann frá AsiaPlat TV til að finna hvar leikirnir eru sýndir og þar eru líka hlekkir á forritin sem þú nærð í. ESPN Hong Kong, Fox Soccer og ESPN Malaysia eru á ensku, flest hitt á austurlenskum tungumálum.

http://www.asiaplatetv.com/aptv_today.htm

Daði sendi inn - 20.02.07 23:30 - (Ummæli #10)

Þú hlýtur að skilja hvernig þetta virkar. Þetta er engin árátta í Sýnarmönnum, þó mér sé illa við að verja þá.

Það er nánast annar hver Íslendingur United maður (og rest Liverpool menn) og Sýn eru einfaldlega að sýna þá leiki sem flestir vilja sjá, leikina með stærstu ensku liðunum. Áskriftarverðið er hins vegar allt annar handleggur..

Tryggvi sendi inn - 20.02.07 23:56 - (Ummæli #11)

Lille - Man Utd var skuldlaust lélegasti leikur kvöldsins svona fyrirfram, þótt ég viti ekkert hvernig leikurinn sjálfur hafi svo verið. M.a.s. Celtic - Milan er stærri leikuur svona fyrir hlutlausa aðila. Og þótt 25-30% af áskrifendum Sýnar séu kannski aðdáendur Man Utd, þá verður líka að hafa í huga að hin 70-75% höfðu eflaust engan áhuga á að horfa á téðan leik.

Sopcast og þessi forrit eru alveg bærileg, en ef maður er á annað borð að borga morðfjár fyrir Sýn, þá hefði maður nú haldið að þeir reyndu að gera vel við ALLA viðskiptavinina, en ekki bara við aðdáendur enskra liða hverju sinni.

Val Sýnarmanna á morgun er aftur á móti mjög auðvelt, þar sem að leikur Barcelona og Liverpool er by far stærsti leikur dagsins.

Halldór sendi inn - 21.02.07 02:38 - (Ummæli #12)

Já, kannski að taka það fram að mér fannst Halldór alveg svara þessu kommenti hans Tryggva, þannig að ég bætti engu við. Þrátt fyrir að Liverpool og Man U eigi stærstu aðdáendahópana á Íslandi þá eru samt aðdáendur þessara liða í minnihluta.

Ég kaupi Sýn allavegana ekki til þess að fylgjast með Liverpool (þar sem ég reyni að hitta félaga yfir Liverpool Meistaradeildarleikjum) heldur til þess að sjá stærstu leikina hjá hinum liðunum í Meistaradeildinni.

Í gær var það bara svo fáránlega augljóst að þetta væri slappasta viðureignin af þeim fjórum, sem voru í gangi.

Einar Örn sendi inn - 21.02.07 17:24 - (Ummæli #13)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2006 2005 2002 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Já, kannski að taka það fram að mér fannst Halldór ...[Skoða]
  • Halldór: Lille - Man Utd var skuldlaust lélegasti leikur kv ...[Skoða]
  • Tryggvi: Þú hlýtur að skilja hvernig þetta virkar. Þetta er ...[Skoða]
  • Daði: C. Ronaldo átti lélegan leik, án vafa! TV-Ants, S ...[Skoða]
  • Einar Örn: Og svo er það víst orðið samdóma álit sérfræðinga ...[Skoða]
  • Einar Örn: >Markaðurinn hlýtur að ráða þessu einsog öðru. Mun ...[Skoða]
  • Daði: Fyrst þú ert á netinu, afhverju horfir þú þá ekki ...[Skoða]
  • Gunnar: Markaðurinn hlýtur að ráða þessu einsog öðru. Mun ...[Skoða]
  • Einar Örn: Ég er að kaupa Sýn af því að ég nenni ekki á Playe ...[Skoða]
  • Sindri: Players? :-) ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.