« Float on | Aðalsíða | Lost? »

Dúdúrúmmmm

18. mars, 2007

Jæja, þá getum við þakkað Vinstri Grænum fyrir það að við munum ekki geta keypt áfengi í matvörubúðum. Alveg get ég ekki skilið af hverju þetta er svona mikið mál.

* * *

Á föstudagksvöld inná Boston (sem er skemmtistaður á Laugavegi fyrir þá sem fara ekki oft á djammið) hitti ég strák sem ég kannaðist við og heilsaði. Þennan strák þekki ég einungis vegna þess að hann er á rosalega mörgum myndum á blogginu hennar Katrínar. Það þykir mér fyndið.

Annars er Boston fínn staður - kemst sennilega einna næst því að líkjast heimapartýi og hægt er að komast. Einsog partý með bar í stofunni og dálítið meira af ókunnugu fólki en vanalega. Annars afrekaði ég það að fara á djammið án þess að kíkja inná Vegamót (Apótek - Kúltúra - Boston - Kúltúra). Það er visst afrek.

Fór líka á upptöku af X-Factor (ekki spyrja mig af hverju). Ég sé að ég hef ekki misst af miklu þar sem ég er ekki áskrifandi að Stöð 2. Þetta er allavegana ekki fyrir mig. Best að segja ekki meira en það.

* * *

Í dag horfði ég á leiðinlegasta fótboltaleik ársins.

Einar Örn uppfærði kl. 18:28 | 192 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (15)


Helvítis vinstri grænir. Ég var einmitt staddur í 10-11 í gærkvöldi, og vantaði bjór :-)

Þess í stað varð ég að sætta mig við Gumma Torfa (GT) sem er ekki alveg minn drykkur.

Hagnaðurinn sendi inn - 18.03.07 20:23 - (Ummæli #1)

jam væri fínt að geta fengið sér kippu af kalla og þamba hann yfir döprum leik eins og í dag…

En þar sem þú ert svo mykill tækja kall, svona símalega séð.. þá sá ég það magnaðasta sem ég hef séð lengi.. það er frá sony og fossil.. úr sem vinnur á Blue thout… meyra um það hér

http://www.sonyericsson.com/bluetoothwatch/default.asp?lc=en&cc=gb

færst hjá farsíma lagernum á 24 þús…

Kristján R sendi inn - 18.03.07 22:38 - (Ummæli #2)

“Jæja, þá getum við þakkað Vinstri Grænum fyrir það að við munum ekki geta keypt áfengi í matvörubúðum.” Ég spyr er svona mikið mál að skella sér í næstu Vínbúð?

Ég sé fram á það að verð myndi bara hækka ef eitthvað er á áfengi ef einkasala yrði leyfð. Hún yrði bara leyfð til ca 10 á kvöldin í mesta lagi og afgreiðslufólk yrði að vera yfir tvítugu. Alveg er ég viss um að meðalaldur kassafólks á landinu sé ekki yfir 18 ár. Þannig að af 10 kössum í Hagkaupum yrði einn kassi sem seldi áfengi og tóbak og þar yrði langmesta biðröðin.

Þetta með einkasölu ríkisins á áfengi truflar mig lítið, mættu þó lækka verðið og þá yrðu bara allir sáttir og þetta tuð myndi hætta.

snorri sendi inn - 18.03.07 23:33 - (Ummæli #3)

Og ekki ósennilegt að úrvalið myndi í raun minnka því flestir og kannski allir myndu bara selja það sem mest selst af. Eða á kannski ÁTVR að halda áfram að selja góða vínið sem minna selst?

Gunnar sendi inn - 19.03.07 01:00 - (Ummæli #4)

haha sko hans lendir oftar í því að það er sagt við hann “ertu ekki vinur katrínar.is” heldur en ég lendi í því að fólk segi “ertu ekki katrín.is”

katrín sendi inn - 19.03.07 09:50 - (Ummæli #5)

þú verður að vera 18 ára til að vinna á kassa eftir kl.10 á kveldin… þú mátt líka selja áfengi þegar þú ert 18 ára, þannig að það yrði engin breyting á kössunum þínu í Hagkaup snorri…

Árni sendi inn - 19.03.07 10:48 - (Ummæli #6)

Ok, gefum okkur það að vín undir 22% yrði selt í matvörubúðum. Enginn grundvöllur væri þar með lengur fyrir því að Ríkið væri að selja bjór og léttvín, það væri þá í samkeppni við einkaaðila osfr. Vínbúðirnar 46 myndu hætta að selja bjór og léttvín. En væri hægt að halda þeim gangandi með sterku víni eingöngu? Forstjóri ÁTVR hefur sjálfur lýst því yfir að svo sé ekki. Sala á sterku áfengi er það lítil að það myndi aldrei ganga upp. Auk þess væri það eðlileg þróun ef léttvínið og bjórinn væri komið í matvöruverslanir að sala á sterku myndi dragast ennfrekar saman. Fólk myndi frekar kaupa bara bjór eða léttvín í bónus og sleppa við að fara sérferð í ríkið.

Þannig væru bara tveir kostir í stöðunni: Hætta sölu á sterku áfengi á Íslandi eða selja allt áfengi í matvörubúðum. Allt tal um að selja bjór og léttvín í matvörubúðum er þess vegna bara blekkingarleikur og lýðskrum. Það er ekki raunhæfur kostur að standa frammi fyrir.

Kristinn Sigurðsson sendi inn - 19.03.07 12:27 - (Ummæli #7)

Það breytir ekki spurningunni… Hvers vegna þarf ríkið að sjá um áfengissölu? Hvort sem er um léttvín eða sterkt vín að ræða. Hvers vegna er ekki hægt að gera þetta eins og í Evrópu (þar sem verð á áfengi er töluvert ódýrara) og selja þetta allt í búðum? Ég skil hreinlega ekki hvers vegna ríkið þarf að hafa einokunnarverslun á löglegri vöru.

Ef að þessi vara er lögleg þá á hver sem er að geta selt hana, gefið að viðkomandi sé með aldur.

Siggi

Siggi Orri sendi inn - 19.03.07 13:16 - (Ummæli #8)

Það getur vel verið að það sé rétt hjá þér Siggi og ég veit að það eru margir sammála þér. En þá á umræðan líka að snúast um það. Við eigum ekki að stilla málinu upp þannig að við getum selt bjórinn í bónus en haft brennivínið ennþá í ríkinu.

Eins og ég sé þetta mál væri raunhæfasti kosturinn sá að selja Vínbúðina og aflétta einokun ríkins í leiðinni. Þá gætum við verið með samkeppni á milli Vínbúðarinnar (úrval og gæði) og matvöruverslanna (verð og opnunartími). En ég er ekki viss um að margir séu endilega sammála þessari lausn.

Kristinn Sigurðsson sendi inn - 19.03.07 17:05 - (Ummæli #9)

Kristján, þetta er flott - en ég er bara enn að bíða eftir Samsung símanum mínum. Geng aldrei með úr. :-)

Snorri, það fer allt eftir því hvernig ríkið skilar þessu af sér. Í dag er ríkið með gríðarlega hátt áfengisgjald en svo einhverja fáránlega litla álagningu. Það er ekki réttlátt að ætlast til að smásalan hafi jafn lága álagningu á ÁTVR, enda hefur ríkið tekið nær allar tekjurnar inn í gegnum áfengisgjaldið. Og hefurðu farið nýlega inní ÁTVR? Ætlarðu að halda því fram að allir sem vinna þar séu orðnir tvítugir?

Gunnar, þetta eru að mínu mati ekki góð rök. Með sama hætti mætti segja að ríkið væri best til þess fallið að selja sjónvörp þar sem ríkið myndi halda uppi svo góðu úrvali af sjónvarpstækjum og að einkaaðilar myndu bara selja vinsælustu sjónvörpin. Það munu verslanir (t.d. Hagkaup) sjá sér hag í því að hafa gríðarlegt úrval af víntegundum á meðan aðrir einsog Bónus munu einblína á kassavín og bjór.

Og Katrín, skemmtilegt. :-)

Kristinn, ég er sammála því að það sé vitlaust að aðskilja þetta. Ég tel mig vera alveg jafn menningarlegan og vini mína þrátt fyrir að ég drekki vodka og gin, en þeir bjór. Ég verð líka alveg jafn vitlaus af bjór fylleríi einsog vodka (og vodka fyllerí fara betur með mig og eru minna fitandi). Fáránleg hræsni að skipta þessu upp. Þetta er bara til að reyna að friða mestu púritanana. Það verður þó klárlega markaður fyrir einhverjar (færri) búðir sem selja sterkt áfengi - og þær búðir gætu líka markað sér sérstöðu með að bjóða uppá gríðarlega mikið úrval af léttvínum. Problem solved! :-)

Einar Örn sendi inn - 19.03.07 17:23 - (Ummæli #10)

Þessi rök um minnkað úrval víntegunda eru ótrúleg. Það eru tvær (prófið að telja upp í tvo, tekur ekki langan tima) vínbúðir á ÖLLU landinu sem selja allar tegundir sem eru fáanlegar gegnum ÁTVR. Aðrar selja minna, og langflestar eru með 300 tegundir eða minna.

Það skal enginn segja mér að það verði ekki opnaðar að minnsta kosti tvær búðir sem sérhæfa sig í fínari og vandfengnari vínum, enda mikill markaður fyrir slíkt og eftirspurnin í samræmi við það.

Og það að rekstrargrundvöllur vínbúða ÁTVR verði ótraustari við það að áfengi undir 22% verði flutt í matvöruverslanir.. Er það eitthvað slæmt? Ég sé það allavega ekki sem sérstök rök í þessari umræðu, miklu frekar á hinn veginn.

Þar sem ég hef sjálfur unnið í ríkinu um nokkurt skeið, þá langar mig líka að benda á að það er ENGINN starfsmaður ÁTVR undir tvítugu. Bara svo það sé á hreinu :-)

einsidan sendi inn - 21.03.07 17:28 - (Ummæli #11)

100% sammála þér einsidan.

Það kemur mér samt gríðarlega á óvart að það skuli enginn vera undir 20 hjá ÁTVR.

Einar Örn sendi inn - 21.03.07 19:55 - (Ummæli #12)

Já, þú ert vafalaust ekki sá eini sem stóð í þeirri trú, en svona er þetta bara… :-)

einsidan sendi inn - 21.03.07 21:23 - (Ummæli #13)

Árni, er opið fram yfir kl. 22 í Hagkaupum?

Finnbogi sendi inn - 21.03.07 22:13 - (Ummæli #14)

Það að fólk undir tvítugu vinni í Vínbúð er nú ekkert sjokkerandi. Það þekkist nú að fólk sé að vinna sem þjónar (eða þá læra til þjóns) og þ.a.l. að bera vín á borð án þess að nokkur kvarti. Því ætti það ekki að skipta miklu máli þótt starfsmaður á kassa í Vínbúð sé undir tvítugu. Aftur á móti þekki er allt fólkið í þeim búðum sem ég kaupi mitt áfengi allt yfir tvítugu að því er ég best veit (Kringlan, Austurstræti og Eiðistorg).

Halldór sendi inn - 22.03.07 02:42 - (Ummæli #15)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2006 2004 2003 2002

Leit:

Síðustu ummæli

  • Halldór: Það að fólk undir tvítugu vinni í Vínbúð er nú ekk ...[Skoða]
  • Finnbogi: Árni, er opið fram yfir kl. 22 í Hagkaupum? ...[Skoða]
  • einsidan: Já, þú ert vafalaust ekki sá eini sem stóð í þeirr ...[Skoða]
  • Einar Örn: 100% sammála þér einsidan. Það kemur mér samt g ...[Skoða]
  • einsidan: Þessi rök um minnkað úrval víntegunda eru ótrúleg. ...[Skoða]
  • Einar Örn: Kristján, þetta er flott - en ég er bara enn að bí ...[Skoða]
  • Kristinn Sigurðsson: Það getur vel verið að það sé rétt hjá þér Siggi o ...[Skoða]
  • Siggi Orri: Það breytir ekki spurningunni... Hvers vegna þarf ...[Skoða]
  • Kristinn Sigurðsson: Ok, gefum okkur það að vín undir 22% yrði selt í m ...[Skoða]
  • Árni: þú verður að vera 18 ára til að vinna á kassa efti ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.