« Af hverju ekki ESB? | Aðalsíða | So it Goes »

99 vinir

11. apríl, 2007

Jæja, allt að gerast í þessum MySpace heimi. Ég er núna kominn með 99 vini á MySpace. Spennan er því nánast óbærileg fyrir því hver verður 100. vinur minn!

Hingað til hafa þrír þýskir DJ-ar beðið um að vera vinur númer 100, en ég hef hafnað þeim án þess að blikka augunum. Er enn að gæla við þá hugmynd að einhver dökkhærð þokkadís spretti inní líf mitt með vinaboði og breyti lífi mínu algjörlega.

Ef ekki, þá verð ég sennilega bara að sætta mig við DJ Bobo.

Einar Örn uppfærði kl. 21:46 | 87 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (13)


Þarf hún að vera dökkhærð?

Ragna sendi inn - 11.04.07 22:47 - (Ummæli #1)

Ég er dökkhærð þokkadís sem myndi pottþétt berjast við þýsku DJ-ana um að verða hundraðasti vinur þinn ef ég bara væri með MySpace. Ohh, ég vissi að ég væri að missa af miklu þegar ég hætti við að fá mér svoleiðis.

Bella sendi inn - 11.04.07 23:02 - (Ummæli #2)

Djöö.. og ég fyrir löngu búin að adda þér…

Fannsa sendi inn - 11.04.07 23:08 - (Ummæli #3)

Mér þætti heiður að vera kallaður 100 vinur þinn en við höfum verið vinir það lengi að það þætti frekar óþarfi

Bestu kv. Genni

Genni sendi inn - 12.04.07 02:23 - (Ummæli #4)

DJ BOBO TAKE CONTROL!

Það væri heiður í minni bók að hafa DJ BOBO sem vin.

Gummi Jóh sendi inn - 12.04.07 09:57 - (Ummæli #5)

Hef einhvern veginn aldrei náð þessu myspace. Mogga bloggið er lífið :-)

TómasH sendi inn - 12.04.07 11:00 - (Ummæli #6)

Genni, enda ertu ekki þokkadís - sama hversu langt maður reynir að teygja það hugtak. :-)

Og MySpace er talsvert skemmtilegra en Moggabloggið. Minna tuð og meira af sætum stelpum. Tómas og Bella eru að missa af miklu.

Og dökka hárið er kostur, en kannski ekki skilyrði. Já, og GummiJóh - ég er viss um að DJ Bobo vill vera vinur þinn. Hann myndi ábyggilega tárast ef þú bæðir hann fallega. :-)

Einar Örn sendi inn - 12.04.07 17:30 - (Ummæli #7)

Sama hvað væri mikið af dökkhærðum þokkadísum á mæspeis, ég gæti ekki verið þarna inni. Það byrjar að blæða úr augunum á mér 5 sekúndum eftir að ég sé síðu þarna. Geocities síður voru hreint augnakonfekt í samanburði!

Björn Friðgeir sendi inn - 12.04.07 18:28 - (Ummæli #8)

Það er náttúrulega gríðarlega mismunandi. Ég er allavegana á því að síðan mín valdi ekki neinum sérstökum augna-blæðingum. :-)

Einar Örn sendi inn - 12.04.07 18:32 - (Ummæli #9)

Nei, fyrirgefðu, var ekki búinn að líta á hana. Hún er eins fín og hægt er. Annað en bóbó greyið

Er reyndar alls ekki að fíla hvernig þetta er sett upp, en það er líklega bara aldurinn sem háir. En allavega skilst aðeins betur hvernig þetta virkar á almennilega útlítandi upp síðum eins og þínum.

Þanúþa.

Björn Friðgeir sendi inn - 12.04.07 18:39 - (Ummæli #10)

Jamm, ég veit að flestallt er hræðilegt á að líta. Og það er gríðarlega erfitt að gera þetta sæmilega vel útlítandi. Ég kóperaði þetta lúk frá einhverjum öðrum.

Einar Örn sendi inn - 12.04.07 20:22 - (Ummæli #11)

tiss svo ég vitni nú í visku myspace: blondes rule!!!! brunettes drool.. : :-) annars er bobo dökkhærður sem og myspace vinkona okkar sem ég sýndi þér um daginn…þú ættir að tékka á henni :-)

Elín sendi inn - 13.04.07 00:54 - (Ummæli #12)

:-)

Einar Örn sendi inn - 13.04.07 09:16 - (Ummæli #13)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2006 2005

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: :-) ...[Skoða]
  • Elín: tiss svo ég vitni nú í visku myspace: blondes rule ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jamm, ég veit að flestallt er hræðilegt á að líta. ...[Skoða]
  • Björn Friðgeir: Nei, fyrirgefðu, var ekki búinn að líta á hana. Hú ...[Skoða]
  • Einar Örn: Það er náttúrulega gríðarlega mismunandi. Ég er a ...[Skoða]
  • Björn Friðgeir: Sama hvað væri mikið af dökkhærðum þokkadísum á mæ ...[Skoða]
  • Einar Örn: Genni, enda ertu ekki þokkadís - sama hversu langt ...[Skoða]
  • TómasH: Hef einhvern veginn aldrei náð þessu myspace. Mog ...[Skoða]
  • Gummi Jóh: DJ BOBO TAKE CONTROL! Það væri heiður í minni bók ...[Skoða]
  • Genni: Mér þætti heiður að vera kallaður 100 vinur þinn e ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.