« SUS vill vera vinur minn! | Aðalsíða
Serrano á MæSpeis
21. apríl, 2007
Hvað gerir piparsveinn í Reykjavík á föstudagskvöldi?
Jú, hann býr til MySpace síðu fyrir veitingastaðinn sinn. Sumir búa til MySpace síðu fyrir gæludýrin sín, en þar sem ég á engin gæludýr þá var Serrano besti kosturinn. Ég var til klukkan 2 í gærnótt að vinna í þessari merku síðu.
En annars þá er ekki neitt svakalegt markaðsplan á bakvið þessa MySpace síðu. Stefni ekki á að spam-a MySpace síður kúnna Serrano, heldur mun ég aðeins senda út tilkynningar ef eitthvað mjög spennandi er að breytast á Serrano. Og svo mun ég sennilega prófa að bjóða MySpace notendum uppá einhver voðalega flott tilboð einstaka sinnum.
En allavegana, núna getið þið allavegana orðið vinir uppáhaldsveitingastaðar míns!
Ummæli (0)
Senda inn ummæli
Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".
Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote
Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.
|
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Ummæli:
|