Það er allt að fara til helvítis!!

Ó já, Davíð blessaður stóðst ekki freistinguna og spáði því að ef vinstri stjórn myndi komast til valda þá myndi allt fara til andskotans.

Annars var lokaræðan hjá Steingrími í kappræðunum rosalega flott. Verst að ég skuli vera svo ósammála honum um stjórnmál. Stundum langar mig að vera sammála honum, því hann er svo ótrúlega sannfærandi í umræðuþáttum. Parturinn um að þú værir einn í kjörklefanum og að hvorki atvinnurekandinn né Davíð gætu gert neitt var flottur. Ingibjörg var ágæt en Guðjón Arnar var hörmulegur. Ég bara hreinlega skil ekki af hverju einhver ætti að kjósa þann flokk.

Annars, þá leyfi ég mér að fullyrða að sólin muni koma upp á mánudaginn, jafnvel þótt að ríkisstjórnin falli.

5 thoughts on “Það er allt að fara til helvítis!!”

  1. Thetta er nu ansi sterk fullyrding! Thott ad solin hafi komid upp alla morgna hingad til tha er thad engin trygging… :laugh:

  2. Ég las að þú ætlaðir að setja X við S, þetta eru hræðileg mistök hjá þér….

    X-D… Sérstaklega fyrir mann eins og þig…

  3. Ánægður með þig að kjósa rétt.

    Leitt þegar stjórnmálaflokkar eru jafn ömurlegir og sjálstæðisflokkurinn er búinn að vera í þessum kosningum. Nú síðast heyrði ég af ungliða hjá þeim sem náði ekki að tala fólk af því að kjósa samfylkingu, þannig að hann/hún reyndi að fá þá til að strika yfir Davíð..

    með því hefði það fólk gert atkvæði sín ógild. Ótrúlegt hvað sumt fólk leggst látt.

    En, gerum tryggjum frjálsan markað á íslandi og tökum þátt í Evrópu með að kjósa X-S.

    kosningarkveðja frá Vínarborg.

  4. Danir vilja ólmir fá að kjósa um áframhaldandi aðild sína að ESB. Gefur það vísbendingar um sæluríkið Bandaríkin-Evrópa?

Comments are closed.