Danmörk

Jæja, þá er bara nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast. Ástæðan fyrir því er að ég er búinn að vera í Danmörku síðustu daga. Fór með sölumönnum úr vinnunni í heimsókn til höfuðstöðva Stimorol, sem eru í Vejle á Jótlandi.

Við fórum á laugardaginn til Köben, þar sem við eyddum deginum á rölti um borgina. Um kvöldið fórum við svo í tívolí og svo fóru þeir yngstu út á djammið. Á sunnudag tókum við svo lest til Vejle. Á mánudag fórum við allir með sölumönnum Stimorol í ferð um búðir í nágrenni Vejle. Síðasta daginn sátum við svo fundi með markaðsstjóra Stimorol og skoðuðum verksmiðjurnar. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Ég hvet svo bara alla til að kaupa Stimorol og V6.