Jackass

Það er enginn vafi að lang lang besti þátturinn í bandarísku sjónvarpi er Jackass, sem sýndur er á MTV. Þessi þáttur gengur út á það að hópur af strákum gera eitthvað ótrúlega heimskulegt í hverri viku. Í síðasta þætti var m.a. einn strákurinn, sem lét gata (e. piercing) á sér rasskinnarnar saman. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað þeir taka sér fyrir hendur en vanalega endar það í ótrúlega fyndnum atriðum.