Útskrift

Útskriftin mín var fyrir tveim vikum, föstudaginn 20 og laugardagin 21. júní. Þetta var heljarinnar dæmi í kringum allt þetta.

Allt byrjaði þetta á föstudagsmorgninum þegar ég fór með mömmu og pabba á Orrington hótelið, þar sem hagfræðideildin var með samkomu. Alls voru um 250 manns að útskrifast úr deildinni en aðeins þeim, sem skrifuðu BA ritgerðir var boðið, en um 30 manns uppfylltu skilyrði til að skrifa ritgerð. Allir voru fengnir uppá svið og talaði Mark Witte, prófessor um ritgerð hvers og eins. Ég, ásamt fimm öðrum fékk Deibler verðlaunin fyrir bestu BA ritgerðirnar og fékk ég hagfræðibók að gjöf fyrir það.

Á föstudagskvöld var samkoma á fótboltaleikvanginum. Þar voru samankomnir allir útskriftarnemendur úr öllum Northwestern skólunum, þar með talið Kellogg, Medill blaðamannaskólanum og öllum hinum. Allir útskriftarnemendurnir sátu á sjálfum vellinum en áhorfendastúkan var full af veifandi foreldrum og vinum.
Continue reading Útskrift