Helgin – St. Louis

Það verður eitthvað lítið að gerast í kvöld hjá mér. Stelpurnar eru allar að fara á White Stripes tónleika og Dan er eitthvað að vesenast.

Á morgun erum við Katie hins vegar að fara til St. Louis, sem er um fimm tíma akstur frá Chicago. Þar sem rúðuþurrkurnar í bílnum mínum virka ekki, þá erum við að fara á gömlum Oldsmobile, sem amma Katie á. Það verður rokk, enda enginn smá bíll.

Við ætlum að vera þar fram á mánudagskvöld. St. Louis er í Missouri ríki og er m.a. heimaborg uppáhaldsbjórsins minns og Gateway Arch. Eina slæma er að Cardinals eru að spila í San Diego og því mun ég ekki sjá neinn baseball um helgina.