Elvis

Ef ég skildi einhvern tímann gleyma því hvenær ég á afmæli, þá er ég alltaf minntur á það daginn áður. Það er nefnilega svo að Elvis Presley dó aðeins nokkrum klukkutímum áður en ég fæddist.

Þessi grein í The Guardian talar um hvernig Elvis Presley varð frægur á því að stela tónlist frá svertingjum. Athyglisverðar umræður á Metafilter.

Chuck D. sagði:

Elvis was a hero to most
But he never meant shit to me, you see
Straight up racist that sucker was, simple and plain
Motherfuck him and John Wayne

Eminem sagði:

No, I’m not the first king of controversy
I am the worst thing since Elvis Presley to do black music so selfishly
and use it to get myself wealthy

Það er spurning hvort ekki sé of mikið gert úr því að hann sé “konungur rokksins”? Hann samdi ekki einu sinni lögin sín sjálfur.