Gullgrafarar

Fox sjónvarpsstöðin, sem hefur gert þætti einsog “Whoe wants to marry a multi-millionaire” er að hefja sýningar á nýjum þætti, Joe Millionaire í Bandaríkjunum.

Þátturinn byggist upp á svipaðan hátt og “The Bachelor”, það er 20 konur berjast um einn mann, sem á 50 milljónir dollara. Eða það halda konurnar. Málið er að í raun er maðurinn bara smiður. Í þættinum er það látið líta út sem hann sé milljónamæringur en í lokaþættinum mun konunni, sem hann velur, vera tjáð að hann sé bara smiður en ekki multi-milljónamæringur. Þannig að þá kemur í ljós hvort allar ástarjátningarnar (sem munu væntanlega koma frá konunum) breytast eitthvað við þær fréttir. Góð hugmynd? Ég veit ekki.