Bestu háskólar í Bandaríkjunum 2003

Blaðið US News er búið að gefa út nýjan lista yfir bestu háskóla í Bandaríkjunu, en þetta er vanalega sá listi, sem flestir horfa til þegar háskólar eru bornir saman.

Ég er náttúrulega stoltur yfir því að minn gamli skóli, Northwestern er kominn uppí 10 sæti, við hlið Columbia en Northwestern var í 12. sæti í fyrra. Það er gaman að því að Northwestern er kominn upp fyrir University of Chicago.

Annars lítur listinn svona út:

1. Princeton
2-3. Harvard
Yale
4-8. Caltech
Duke
MIT
Stanford
University of Pennsylvania
9. Dartmouth
10-11. Columbia
Northwestern
12-13. University of Chicago
Washington University
14. Cornell
15-16. Johns Hopkins
Rice
17. Brown
18-19. Emory
Notre Dame
20. UC Berkeley

Allur listinn er hér