Báknið burt!!!! …eða kannski ekki

Helgi Hjörvar er snillingur.

Ég var að horfa á Silfur Egils áðan og þar var Helgi í umræðum með Sigurði Kára og einhverjum Framsóknarmanni. Svei mér þá ef Sigurður Kári er ekki að setja Íslandsmet í flokkshollustu. Á tæpum mánuði eftir þetta prófkjör er hann búinn að breytast úr frjálshyggjumanni í versta íhaldsmann, sem var í þættinum að verja ríkisábyrgð, ríkisútvarpið og ríkisframkvæmdir. Ég held að það hafi allavegana tekið menn einsog Friðrik Sophusson nokkra mánuði að breytast í íhaldsmenn.

Helgi Hjörvar baunaði skemmtilega á Sigurð Kára varðandi þessa breytingu og það eina, sem Sigurður Kári gat svarað var að kommenta að Helgi Hjörvar hafi eitt sinn verið sósíalsti. Alger snilld. Hvet alla til að horfa á þetta í endursýningu í kvöld.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég á erfitt með að hugsa mér að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Það virðist vera sem menn leggi hugsjónir að baki um leið og þeir eru komnir í framboð. Það er algjörlega óþolandi og ég held að Sigurður Kári ætti aðeins að hugsa sinn gang. Ég tel að hann hafi ekki verið valinn í prófkjörinu til að verða bara einhver klappstýra fyrir íhaldsflokkinn.