Ó Jón

Jens PR skrifar góðan pistil á síðuna sína um bókina hans Jóns Baldvins en hann er búinn að vera að eyða síðustu dögum í að lesa bókina.

Ég gaf einmitt pabba mínum bókina í jólagjöf enda hef ég grun um að hann sé krati inn við beinið. Ég og Jens erum náttúrulega sálufélagar í aðdáun okkar á Jóni Baldvini og því hlakka ég mikið til að lesa bókina (sem var önnur ástæða fyrir því að ég gaf pabba hana í jólagjöf smile

Annars er pistillinn hans PR fín lesning. Hann skrifaði líka áður um það að bókin, sem hafði mest áhrif á Jón Baldvin væri Hægt líður áin Don eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov. Það er einmitt uppáhaldsbókin mín (ásamt Hundrað ára einsemd eftir Garcia Marques) og á tímabili talaði ég (einsog Jens minnist á) um fátt annað um þá bók. Kannski að ég skrifi um hana á þessari síðu seinna.