Meira um Safari

Ég rakst á tillögur Jason Kottke um það hvernig hægt væri að bæta Safari til að búa til “næstu kynslóð” af browserum. Hugmyndir hans eru alveg stórsniðugar. Hann leggur til að forrit einsog t.d. Sherlock (sem gerir Mac notendum auðveldara að finna upplýsingar um hlutabréf, kvikmyndir og fleira), Movabletype og NewsNetWire (sem gerir það sama og RSS molar) verði sameinuð í eitt forrit, sjálfan vafrann.

Allir netáhugamenn ættu að kíkja á pistilinn hans. Einnig er Matt Haughey með pælingar um Safari, sem eru áhugaverðar.