Frægasti Einar í heimi – annar hluti

Einar: Í október setti ég mér það markmið að verða frægasti Einar í heimi, allavegana samkvæmt leitarvélum. Takmarkinu er ekki enn náð en þetta er þó allt að batna. (Einar)

Í október var ég númer 11 á Google en núna er ég númer 6. Reyndar er Northwestern síðan mín númer 2, en hún er náttúrulega niðri enda ég ekki lengur í þeim ágæta skóla. (Einar)

Á leit.is er ég kominn uppí 4. sæti þegar slegið er inn Einar, en ég var í sæti númer 41 í október. Jibbííí. Listasafn Einars Jónssonar og EJS eru fyrir ofan mig á leit.is en á Google er þessi blessaði Norski skíðakappi í efsta sæti. Ég er þó kominn upp fyrir Einar Diaz, baseball kappa.

Ég tók hins vegar eftir því (eftir að Katrín hafði bent á svipað dæmi) að Google myndaleitavélin finnur enga mynd af mér. Ég fletti einhverjar 15 síður en fann enga mynd af mér. Þessi gaur var samt þarna, ég fann eina mynd af pabba og (af einhverjum ástæðum var Svartifoss. Svartifoss!!! en engin mynd af mér. Ég ætla því að breyta svipuðu ráði og Katrín og biðja alla um að smella hér -> Einar. Þetta er ég, þreyttur, þunnur og ógreiddur á sunnudagskvöldi.