Small Earthquake in Chile. Not Many Dead

Jamm, ég vissi að það myndi koma grein á Múrnum, þar sem þeir myndu fara að kvarta yfir athyglinni, sem sjö látnir geimfarar frá Bandaríkjunum og Ísrael fengu í fréttum nú um helgina. Steinþór Heiðarsson tók að sér að skrifa grein, þar sem hann gagnrýnir athyglina og samúðina, sem geimfararnir og aðstandendur þeirra fengu.

Steinþór kemur svo með einhverja hallærislega upptalningu á því að fólk hafi dáið í öðrum löndum um helgina, án þess þó að það hafi talist fréttmætt. Þannig eigum við hin, sem vorum sjokkeruð þegar við sáum geimferjuna springa, að fá samviskubit yfir því að það sé fólk að deyja annars staðar í heiminum. Auðvitað eru slys misjafnlega fréttnæm. Það tekur líka meira á okkur að 10 Danir hafi dáið heldur en ef 10 Indverjar hefðu dáið. Það er bara fullkomlega eðlilegt. Það fengi líka meiri fréttaumfjöllun í Bangladesh ef 10 Indverjar hefðu dáið heldur en 10 Danir.

Ég leyfi mér líka að fullyrða að Steinþóri er nokkurn veginn sama um þá sem dóu í rútuslysinu í Zimbabwe. Hann hefði sennilega ekki hugsað meira um slysið nema vegna þess að honum vantaði eitthvað til að fylla þessa slysaupptalningu sína. Hann á því ekki að vera að setja sig á háan hest og skamma okkur hin fyrir að samhryggjast aðstandendum geimfaranna.

Uppfært: Sjá umræður hjá Bjarna um sama mál