Houllier burt!

Varúð, þessi grein er skrifuð af reiðum Liverpool aðdáenda og hún verður ábyggilega löng!

Aldrei hefði mig grunað að ég myndi skrifa þetta á þessa heimasíðu. En það er komið að því: Gerard Houllier þarf að hætta hjá Liverpool.

Þetta leiktímabil verður alltaf hræðilegra og hræðilegra. Eina, sem gæti mögulega toppað þetta væri ef Liverpool myndi tapa 5-0 fyrir Manchester United í Cardiff. Það að tapa 2-0 fyrir liði, sem er í 10. sæti í fyrstu deild eru úrslit, sem Liverpool aðdáendur mun aldrei sætta sig við. Aldrei nokkurn tímann.

Mér hefur í raun aldrei liðið svona gagnvart Liverpool. Í kvöld þegar ég byrjaði að horfa á leikinn þá var ég ekkert spenntur. Ég var vart búinn að hugsa um leikinn í allan dag. Svo byrjaði leikurinn og þá tók við þessi sama ömurlega spilamennska og hefur einkennt liðið í nær allan vetur. Einsog svo oft áður hafði maður ekki nokkra ástæðu til að gleðjast. Ekki yfir fallegu spili, ekki fallegum mörkum eða sendingum. Bara hreinræktuð leiðindi. Jafnvel þó Liverpool væru manni fleiri á heimavelli gegn fyrstu deildar liði tókst liðinu ekki að spila skemmtilega og spennandi knattspyrnu.
Continue reading Houllier burt!